Þegar vandræðin verða að grísku drama Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2016 09:30 "Þetta er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem alltaf eiga erindi við okkur annað slagið,“ segir Hilmir Snær. Vísir/Ernir Horft frá brúnni, eftir Arthur Miller, hefur oft verið kallað eitt magnaðasta leikverk 20. aldar. Það verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og Hilmir Snær Guðnason er þar í aðalhlutverki. Hann kveðst hafa séð verkið á sviði „einhvern tíma í gamla daga“ en ekki muna mikið eftir því. „Þetta er ansi góð saga,“ segir hann sannfærandi og lýsir henni í nokkrum orðum. „Ég leik hafnarverkamanninn Eddie sem býr í New York með konu sinni og fósturdóttur og er af annarri kynslóð innflytjenda frá Ítalíu. Fósturdóttirin er systurdóttir konunnar hans og hann elur hana upp sem sína dóttur. Svo koma tveir ungir menn frá Ítalíu inn á heimilið og fá sér vinnu í borginni. Þeir eru ólöglegir innflytjendur. Í þessu ítalska samfélagi segja menn ekki hver til annars þótt þeir lifi ekki samkvæmt því sem lögin í landinu gera ráð fyrir. En þegar annar aðkomumannanna verður ástfanginn af ungu stúlkunni á heimilinu kemur í ljós að Eddie stendur alls ekki á sama um það og að kannski elskar hann þessa stúlku meira en góðu hófi gegnir. Þá byrja vandræðin og þau verða að grísku drama.“ Þýðingin er eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri er Stefan Metz og sviðsmyndin er í höndum Sean Mackaoui sem með notkun ljóss og skugga skapar anda film noir kvikmynda eftirstríðsáranna. Hilmir Snær segir þó efnið falla vel að okkar tíma, enda sé mikið talað um ólöglega innflytjendur í dag. „Horft frá brúnni er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem á alltaf erindi til okkar annað slagið,“ segir hann og bætir við: „Sagan er góð og sýningin stutt, 100 mínútur án hlés. Fólk sest í sætin og stundin er liðin áður en varir.“ Greinin birtist fyrst 30. september 2016. Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Horft frá brúnni, eftir Arthur Miller, hefur oft verið kallað eitt magnaðasta leikverk 20. aldar. Það verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og Hilmir Snær Guðnason er þar í aðalhlutverki. Hann kveðst hafa séð verkið á sviði „einhvern tíma í gamla daga“ en ekki muna mikið eftir því. „Þetta er ansi góð saga,“ segir hann sannfærandi og lýsir henni í nokkrum orðum. „Ég leik hafnarverkamanninn Eddie sem býr í New York með konu sinni og fósturdóttur og er af annarri kynslóð innflytjenda frá Ítalíu. Fósturdóttirin er systurdóttir konunnar hans og hann elur hana upp sem sína dóttur. Svo koma tveir ungir menn frá Ítalíu inn á heimilið og fá sér vinnu í borginni. Þeir eru ólöglegir innflytjendur. Í þessu ítalska samfélagi segja menn ekki hver til annars þótt þeir lifi ekki samkvæmt því sem lögin í landinu gera ráð fyrir. En þegar annar aðkomumannanna verður ástfanginn af ungu stúlkunni á heimilinu kemur í ljós að Eddie stendur alls ekki á sama um það og að kannski elskar hann þessa stúlku meira en góðu hófi gegnir. Þá byrja vandræðin og þau verða að grísku drama.“ Þýðingin er eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri er Stefan Metz og sviðsmyndin er í höndum Sean Mackaoui sem með notkun ljóss og skugga skapar anda film noir kvikmynda eftirstríðsáranna. Hilmir Snær segir þó efnið falla vel að okkar tíma, enda sé mikið talað um ólöglega innflytjendur í dag. „Horft frá brúnni er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem á alltaf erindi til okkar annað slagið,“ segir hann og bætir við: „Sagan er góð og sýningin stutt, 100 mínútur án hlés. Fólk sest í sætin og stundin er liðin áður en varir.“ Greinin birtist fyrst 30. september 2016.
Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira