Margir þingmenn Framsóknarflokksins telja æskilegt að kosið verði um formannsembættið Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2016 20:37 Vilji er til þess innan þingflokks Framsóknarflokksins að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra bjóði sig fram í embætti formanns flokksins. Þingflokkurinn kom saman til óvænts aukafundar í dag þar sem meðal annars var rætt um frammistöðu núverandi formanns í kosningaþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman til aukafundar klukkan tuttugu mínútur yfir eitt á Alþingi í dag og stóð fundurinn yfir í þrjár klukkustundir. Þar var meðal annars rætt um stöðu formanns flokksins. Já, á meðan þingmenn annarra flokka ræddu frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um háspennulínur frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka, boðaði hópur þingmanna Framsóknarflokksins þingflokkinn saman til óvænts fundar. Fjölmiðlar biðu frétta af fundinum vegna þess að spurst hafði að þar ætti meðal annars að ræða stöðu formanns flokksins. Hvað sem öðru líður um þennan fund Framsóknarmanna er ljóst að þingverðir töldu þetta ákaflega mikilvægan fund því aukinn viðbúnaður var hafður í þinghúsinu gagnvart fjölmiðlamönnum vegna fundarins. Meðal annars var strengdur borði í skála þinghússins þannig að fjölmiðlamenn færu örugglega ekki of nálægt þingmönnum Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi yfirgaf fundinn fyrstur manna og gaf ekki færi á viðtali og sagðist vera að missa af flugi. En eftir tæpar þrjár klukkustundir fóru þingmenn hver á fætur öðrum að tínast af fundi og greinilegt að þung undiralda er meðal þingmannanna.Óánægja með svör Sigmundar við Wintris-málinu Willum Þór Þórsson er einn þeirra mörgu þingmanna sem ekki voru ánægðir með hvernig Sigmundur svaraði fyrir eignarhald sitt á Wintris aflandsfélaginu í framboðsþætti á Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. „RÚV opnaði á kosningarnar í gær með formönnum. Við ræddum það sem fram fór í þeim þætti og svo framvegis.“Voruð þið sátt við frammistöðu formannsins í þeim þætti þar sem hann sagðist ekkert kannast við að hafa átt þetta fyrirtæki, Wintris? „Við ræddum það meðal annars. Það voru misjafnar skoðanir á því.“Hvernig skiptist þingflokkurinn með það? „Þetta er auðvitað ákveðið áhyggjuefni, að þurfa alltaf vera að svara fyrir það en ekki vera að ræða hin góðu málefni. Við vorum að fara yfir hvernig við ætluðum að mæta því.“Var það rætt við Sigmund að hann segði af sér formennsku og Sigurður Ingi tæki við formennskunni? „Nei, við höfum ekkert umboð inni á þingflokksfundi til að gera það. Það er flokksþing sem mun kjósa um forystu flokksins,“ sagði Willum Þór. Hann hefði viljað sjá annað svar frá formanninum um Wintris málið á Ríkissjónvarpinu í gær.Getur hugsað sér að styðja Sigurð Inga Það er augljóst eftir þingflokksfundinn í dag að margir þingmenn vilja að kosið verði um formannsembættið. Kjördæmisþing Framsóknarflokksins á Suðurlandi fer fram á Selfossi á morgun og bíða margir spenntir eftir því hvort Sigurður Ingi noti þann vettvang til að tilkynna um formannsframboð.Myndir þú vilja að Sigurður Ingi tilkynnti þar um framboð sitt til formanns? „Já ég held að það yrði mjög hollt fyrir flokkinn að það yrði kosið um forystu. Sigurður Ingi hefur staðið sig afar vel sem forsætisráðherra. Nú, Sigmundur vann glæsilega kosningu í Norðausturkjördæmi. Þannig að við höfum öfluga menn til að tefla fram sem vilja vera í forystu fyrir flokkinn,“ segir Willum.Myndir þú styðja Sigurð Inga? „Ég er ekki búinn að gera neitt slíkt upp við mig. Við skulum bara sjá hvað setur. Hann á eftir að fara í gegnum kjördæmaþingið. En ég get alvegt hugsað mér að styðja Sigurð Inga. Hann er búinn að standa sig frábærlega sem forsætisráðherra.“Heldur þú að flokkurinn myndi standa sig betur í kosningum með hann í brúnni í stað Sigmundar? „Þetta segi ég um leið og Sigmundur Davíð auðvitað fór með Framsóknarflokkinn glæsilega í gegnum síðustu kosningar,“ segir Willum.Mjög fínn fundur að mati Sigmundar Davíðs Í miðju viðtali við Willum birtist Sigmundur Davíð á jarðhæð þinghússins og fjölmiðlar fylgdu honum eftir.Var þín staða sem formaður flokksins rædd á þessum fundi? „Við héldum fund núna þegar það er líklega vika eftir af þinginu. Stutt í flokksþing og rúmur mánuður í kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir já var þessi umræða sem verið hefur í gangi um flokkinn og það hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað að óþörfu, umræðu um einhvern ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur,“ sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan flokksins og þingflokksins góða. „Við erum og eigum að vera að mínu mati samheldin og öflugur hópur Framsóknarflokkurinn. Það höfum við verið og engin ástæða til anars en við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar og hlakka til að komast í kosningabaráttu alveg á fullu,“ sagði Sigmundur Davíð á röltinu frá þinghúsinu. Fréttamaður RÚV spurði hann hvort hann teldi stöðu sína jafn sterka eftir fundinn og fyrir hann. „Ég vona að hún sé sterkari ef þetta hefur einhverju breytt. En þessi fundur var ekki til þess ætlaður að kveða upp úr um það. Enda er það flokksþing sem kýs forystu,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Vilji er til þess innan þingflokks Framsóknarflokksins að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra bjóði sig fram í embætti formanns flokksins. Þingflokkurinn kom saman til óvænts aukafundar í dag þar sem meðal annars var rætt um frammistöðu núverandi formanns í kosningaþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman til aukafundar klukkan tuttugu mínútur yfir eitt á Alþingi í dag og stóð fundurinn yfir í þrjár klukkustundir. Þar var meðal annars rætt um stöðu formanns flokksins. Já, á meðan þingmenn annarra flokka ræddu frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um háspennulínur frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka, boðaði hópur þingmanna Framsóknarflokksins þingflokkinn saman til óvænts fundar. Fjölmiðlar biðu frétta af fundinum vegna þess að spurst hafði að þar ætti meðal annars að ræða stöðu formanns flokksins. Hvað sem öðru líður um þennan fund Framsóknarmanna er ljóst að þingverðir töldu þetta ákaflega mikilvægan fund því aukinn viðbúnaður var hafður í þinghúsinu gagnvart fjölmiðlamönnum vegna fundarins. Meðal annars var strengdur borði í skála þinghússins þannig að fjölmiðlamenn færu örugglega ekki of nálægt þingmönnum Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi yfirgaf fundinn fyrstur manna og gaf ekki færi á viðtali og sagðist vera að missa af flugi. En eftir tæpar þrjár klukkustundir fóru þingmenn hver á fætur öðrum að tínast af fundi og greinilegt að þung undiralda er meðal þingmannanna.Óánægja með svör Sigmundar við Wintris-málinu Willum Þór Þórsson er einn þeirra mörgu þingmanna sem ekki voru ánægðir með hvernig Sigmundur svaraði fyrir eignarhald sitt á Wintris aflandsfélaginu í framboðsþætti á Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. „RÚV opnaði á kosningarnar í gær með formönnum. Við ræddum það sem fram fór í þeim þætti og svo framvegis.“Voruð þið sátt við frammistöðu formannsins í þeim þætti þar sem hann sagðist ekkert kannast við að hafa átt þetta fyrirtæki, Wintris? „Við ræddum það meðal annars. Það voru misjafnar skoðanir á því.“Hvernig skiptist þingflokkurinn með það? „Þetta er auðvitað ákveðið áhyggjuefni, að þurfa alltaf vera að svara fyrir það en ekki vera að ræða hin góðu málefni. Við vorum að fara yfir hvernig við ætluðum að mæta því.“Var það rætt við Sigmund að hann segði af sér formennsku og Sigurður Ingi tæki við formennskunni? „Nei, við höfum ekkert umboð inni á þingflokksfundi til að gera það. Það er flokksþing sem mun kjósa um forystu flokksins,“ sagði Willum Þór. Hann hefði viljað sjá annað svar frá formanninum um Wintris málið á Ríkissjónvarpinu í gær.Getur hugsað sér að styðja Sigurð Inga Það er augljóst eftir þingflokksfundinn í dag að margir þingmenn vilja að kosið verði um formannsembættið. Kjördæmisþing Framsóknarflokksins á Suðurlandi fer fram á Selfossi á morgun og bíða margir spenntir eftir því hvort Sigurður Ingi noti þann vettvang til að tilkynna um formannsframboð.Myndir þú vilja að Sigurður Ingi tilkynnti þar um framboð sitt til formanns? „Já ég held að það yrði mjög hollt fyrir flokkinn að það yrði kosið um forystu. Sigurður Ingi hefur staðið sig afar vel sem forsætisráðherra. Nú, Sigmundur vann glæsilega kosningu í Norðausturkjördæmi. Þannig að við höfum öfluga menn til að tefla fram sem vilja vera í forystu fyrir flokkinn,“ segir Willum.Myndir þú styðja Sigurð Inga? „Ég er ekki búinn að gera neitt slíkt upp við mig. Við skulum bara sjá hvað setur. Hann á eftir að fara í gegnum kjördæmaþingið. En ég get alvegt hugsað mér að styðja Sigurð Inga. Hann er búinn að standa sig frábærlega sem forsætisráðherra.“Heldur þú að flokkurinn myndi standa sig betur í kosningum með hann í brúnni í stað Sigmundar? „Þetta segi ég um leið og Sigmundur Davíð auðvitað fór með Framsóknarflokkinn glæsilega í gegnum síðustu kosningar,“ segir Willum.Mjög fínn fundur að mati Sigmundar Davíðs Í miðju viðtali við Willum birtist Sigmundur Davíð á jarðhæð þinghússins og fjölmiðlar fylgdu honum eftir.Var þín staða sem formaður flokksins rædd á þessum fundi? „Við héldum fund núna þegar það er líklega vika eftir af þinginu. Stutt í flokksþing og rúmur mánuður í kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir já var þessi umræða sem verið hefur í gangi um flokkinn og það hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað að óþörfu, umræðu um einhvern ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur,“ sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan flokksins og þingflokksins góða. „Við erum og eigum að vera að mínu mati samheldin og öflugur hópur Framsóknarflokkurinn. Það höfum við verið og engin ástæða til anars en við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar og hlakka til að komast í kosningabaráttu alveg á fullu,“ sagði Sigmundur Davíð á röltinu frá þinghúsinu. Fréttamaður RÚV spurði hann hvort hann teldi stöðu sína jafn sterka eftir fundinn og fyrir hann. „Ég vona að hún sé sterkari ef þetta hefur einhverju breytt. En þessi fundur var ekki til þess ætlaður að kveða upp úr um það. Enda er það flokksþing sem kýs forystu,“ sagði formaður Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira