Þrýstingur eykst á Sigurð Inga að hann fari fram gegn Sigmundi Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 10:27 Ýmislegt bendir til þess að Sigurði Inga hafi snúist hugur, og að hann muni fara fram gegn Sigmundi Davíð, í formannsslag. Vísir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra Íslands heldur af stað í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Auk þess að ræða við Rasmussen mun Sigurður Ingi eiga og eiga einkasamtal með Drottningu Danmerkur, ásamt því að funda með þingforseta danska þingsins.Sveinbjörn ætlar fram gegn Sigmundi DavíðSigurður Ingi hefur þannig öðrum hnöppum að hneppa en velta fyrir sér innanhúsátökum í Framsóknarflokknum, hvar hann er varaformaður, þar sem fer tvennum sögum af stöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sjálfur segir Sigmundur Davíð almennan stuðning við sig innan flokks en engu að síður er kominn fram frambjóðandi sem ætlar gegn honum á flokksþingi sem haldið verður 1. til 2. október. Sá er Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar, sem segir að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn, og ef Sigurður Ingi fari ekki fram, þá ætlar Sveinbjörn að gera það. Hann sagði, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að skuggi hafi fallið á ímynd Sigmundar Davíðs þegar „maður áttar sig á því með hvaða hætti hann, eða þau, töldu best að geyma sína peninga. Það hefði átt að vera ljóst öllum frá upphafi,“ sagði Sveinbjörn í morgun.Stór hópur Framsóknarmanna vill Sigurð Inga Sigurður Ingi sagði á miðstjórnarfundi um helgina, og kom það mörgum í opna skjöldu, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til varaþingmanns við óbreytt ástand. Erfitt er að túlka það sem svo á annan hátt en Sigurður Ingi, sem reyndar hafði fram til þess tíma ítrekað sagst ekki ætla fram gegn sitjandi formanni, hafi snúist hugur. Reyndar er orðið afar styrt milli þeirra tveggja. Sveinbjörn segir það opinbert leyndarmál að stór hópur Framsóknarmanna sé nú að hvetja Sigurð Inga til að bjóða sig fram í formennsku. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra Íslands heldur af stað í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Auk þess að ræða við Rasmussen mun Sigurður Ingi eiga og eiga einkasamtal með Drottningu Danmerkur, ásamt því að funda með þingforseta danska þingsins.Sveinbjörn ætlar fram gegn Sigmundi DavíðSigurður Ingi hefur þannig öðrum hnöppum að hneppa en velta fyrir sér innanhúsátökum í Framsóknarflokknum, hvar hann er varaformaður, þar sem fer tvennum sögum af stöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sjálfur segir Sigmundur Davíð almennan stuðning við sig innan flokks en engu að síður er kominn fram frambjóðandi sem ætlar gegn honum á flokksþingi sem haldið verður 1. til 2. október. Sá er Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður á Hvanneyri, fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar, sem segir að traust og trúnaður á Sigmundi Davíð sé horfinn, og ef Sigurður Ingi fari ekki fram, þá ætlar Sveinbjörn að gera það. Hann sagði, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að skuggi hafi fallið á ímynd Sigmundar Davíðs þegar „maður áttar sig á því með hvaða hætti hann, eða þau, töldu best að geyma sína peninga. Það hefði átt að vera ljóst öllum frá upphafi,“ sagði Sveinbjörn í morgun.Stór hópur Framsóknarmanna vill Sigurð Inga Sigurður Ingi sagði á miðstjórnarfundi um helgina, og kom það mörgum í opna skjöldu, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til varaþingmanns við óbreytt ástand. Erfitt er að túlka það sem svo á annan hátt en Sigurður Ingi, sem reyndar hafði fram til þess tíma ítrekað sagst ekki ætla fram gegn sitjandi formanni, hafi snúist hugur. Reyndar er orðið afar styrt milli þeirra tveggja. Sveinbjörn segir það opinbert leyndarmál að stór hópur Framsóknarmanna sé nú að hvetja Sigurð Inga til að bjóða sig fram í formennsku.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira