Engin Ólympíuþynnka hjá Brössum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2016 22:58 Neymar braut ísinn gegn Ekvador. vísir/getty Nýkrýndir Ólympíumeistarar Brasilíu unnu mikilvægan 0-3 útisigur á Ekvador í undankeppni HM 2018 í kvöld. Með sigrinum komust Brassar upp í 4. sæti í Suður-Ameríkuriðlinum. Þeir eru nú með 12 stig, einu minna en Ekvador sem er í 2. sæti. Það tók Brasilíumenn 72 mínútu að brjóta Ekvadora á bak aftur í leiknum í kvöld. Neymar kom Brössum yfir með marki úr víti og fjórum mínútum seinna fékk Juan Paredes, leikmaður Ekvadors, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það auðveldaði Brasilíumönnum verkið og Gabriel Jesus, sem Manchester City keypti í síðasta mánuði, bætti tveimur mörkum við undir lokin. Þrátt fyrir að klúðra tveimur vítaspyrnum vann Kólumbía 2-0 sigur á Venesúela á heimavelli. James Rodríguez kom Kólumbíumönnum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þannig var staðan fram á 81. mínútu þegar heimamenn fengu vítaspyrnu og Wilker Ángel fauk af velli. Daniel Hernandez varði spyrnu Carlos Bacca en hann kom engum vörnum við þegar Macnelly Torres skoraði skömmu síðar. Kólumbíumenn fengu aðra vítaspyrnu í uppbótartíma þegar og Rolf Feltscher, leikmaður Venesúela, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald. James fór á punktinn en aftur varði Hernandez. Það kom ekki að sök og Kólumbíumenn fögnuðu sínum þriðja sigri í röð. Þeir eru í 3. sæti riðilsins með 13 stig en Venesúela er á botninum með aðeins eitt stig. Þá vann Bólivía 2-0 sigur á Perú í þunna loftinu í La Paz. Pablo Escobar og Ronald Raldes skoruðu mörk Bólivíu sem er í 8. sæti riðilsins með sex stig. Perú er í sætinu fyrir neðan með fjögur stig. Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Nýkrýndir Ólympíumeistarar Brasilíu unnu mikilvægan 0-3 útisigur á Ekvador í undankeppni HM 2018 í kvöld. Með sigrinum komust Brassar upp í 4. sæti í Suður-Ameríkuriðlinum. Þeir eru nú með 12 stig, einu minna en Ekvador sem er í 2. sæti. Það tók Brasilíumenn 72 mínútu að brjóta Ekvadora á bak aftur í leiknum í kvöld. Neymar kom Brössum yfir með marki úr víti og fjórum mínútum seinna fékk Juan Paredes, leikmaður Ekvadors, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það auðveldaði Brasilíumönnum verkið og Gabriel Jesus, sem Manchester City keypti í síðasta mánuði, bætti tveimur mörkum við undir lokin. Þrátt fyrir að klúðra tveimur vítaspyrnum vann Kólumbía 2-0 sigur á Venesúela á heimavelli. James Rodríguez kom Kólumbíumönnum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þannig var staðan fram á 81. mínútu þegar heimamenn fengu vítaspyrnu og Wilker Ángel fauk af velli. Daniel Hernandez varði spyrnu Carlos Bacca en hann kom engum vörnum við þegar Macnelly Torres skoraði skömmu síðar. Kólumbíumenn fengu aðra vítaspyrnu í uppbótartíma þegar og Rolf Feltscher, leikmaður Venesúela, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald. James fór á punktinn en aftur varði Hernandez. Það kom ekki að sök og Kólumbíumenn fögnuðu sínum þriðja sigri í röð. Þeir eru í 3. sæti riðilsins með 13 stig en Venesúela er á botninum með aðeins eitt stig. Þá vann Bólivía 2-0 sigur á Perú í þunna loftinu í La Paz. Pablo Escobar og Ronald Raldes skoruðu mörk Bólivíu sem er í 8. sæti riðilsins með sex stig. Perú er í sætinu fyrir neðan með fjögur stig.
Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira