Pep niðurlægði Mourinho fyrir framan 400 milljónir þegar þeir mættust í fyrsta sinn á Spáni Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2016 13:00 Sergio Ramos fékk rautt spjald í leiknum. vísir/getty José Mourinho og Pep Guardiola eru engir vinir og langt frá því. Manchester-stjórarnir mætast í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn þegar United og City eigast við í risaslag í ensku úrvalsdeildinni. Pep og Mourinho elduðu grátt silfur saman þegar þeir stýrðu spænsku risunum Barcelona og Real Madrid. Óvinátta þeirra og liðanna gekk svo langt að í leik um stórbikarinn á Spáni potaði Mourinho í augað á Tito Villanova heitnum, þáverandi aðstoðarþjálfara. Guardiola hafði fín tök á Real Madrid-liði Mourinho en hann vann fimm af ellefu viðureignum sínum gegn Real og tapaði aðeins tvisvar. Þegar Pep og Mourinho mættust fyrst í nóvember 2010 varð úr ein allsherjar niðurlæging fyrir Portúgalann sem var að snúa aftur Nývang, sinn gamla heimavöll.José Mourinho vann Pep Guardiola aðeins tvisvar sinnum á Spáni.vísir/gettyStærsta tapið á ferlinum Barcelona gerði lítið úr Real Madrid með 5-0 sigri en það voru ekki bara úrslitin sem heimsbyggðin tók eftir heldur frammistaða Barcelona sem var mögnuð. Liðið átti ríflega 600 sendingar á milli manna og hreinlega niðurlægði Real Madrid fyrir framan 400 milljónir sjónvarpsáhorfenda. „Ég held að þetta hafi verið ein besta frammistaða sem ég hef séð hjá einu fótboltaliði í tugi ára. Maður hefur sjaldan eða aldrei séð aðra eins fótboltaveislu. Þetta var einn heilsteyptasti fótboltaleikur sem ég hef séð hjá einu liði í háa herrans tíð,“ sagði Heimi Guðjónsson, þjálfari FH, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um leikinn. Hann var hreinlega dolfallin. Orðið niðurlæging var þó ekki eitthvað sem Mourinho vildi nota um þetta tap. „Niðurlæging? Nei, alls ekki. Þetta er versti ósigurinn á mínum ferli. Ég hef aldrei áður tapað 5-0, en þetta er tap sem er auðvelt að melta,“ sagði Mourinho en Pep var glaður. „Við erum stoltir því heimurinn hefur séð hvernig við viljum spila. Úrslitin eru afleiðing þess sem gerðist í leiknum.“ Svona fór þegar þessir miklu óvinir mættust í fyrsta skipti á Spáni. City-liðið hefur heillað marga með spilamennsku sinni í fyrstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar og nú vona stuðningsmenn liðsins að það fari eins í fyrsta leik Pep og Guardiola á Englandi eins og fór á Spáni. Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 eftir leik Barcelona og Real Madrid í nóvember 2010. Enski boltinn Tengdar fréttir Owen: Fór til Man Utd því Liverpool vildi mig ekki Michael Owen segir að hann hafi farið til Manchester United sumarið 2009 því Liverpool, uppeldisfélag hans, vildi ekki fá hann. 6. september 2016 13:30 Dýrasti knattspyrnuleikur sögunnar Nágrannaslagur Man. Utd og Man. City um helgina verður sögulegur að því leyti að liðin hafa aldrei mætt til leiks með eins dýra leikmenn. Það sem meira er þá mun þessi leikur slá öll met yfir dýr knattspyrnulið. Þetta verður dýrasti leikur sögunnar. 7. september 2016 10:30 Mkhitaryan tæpur fyrir Manchester-slaginn Armeninn Henrikh Mkhitaryan er í kapphlaupi við tímann en hann vonast til að geta tekið þátt í stórleik Man. Utd og Man. City. 6. september 2016 14:45 „United hefur smá forskot á City“ Spennan fyrir risaslagnum á laugardaginn þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina. 8. september 2016 11:30 Claudio Bravo, ertu klár? Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Manchester United er klár í slaginn fyrir Manchester-slaginn á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn. 7. september 2016 15:00 Hvað ef Terry hefði farið til Man Utd? John Terry, fyrirliði Chelsea, birti skemmtilega mynd á Instagram í dag. 6. september 2016 21:30 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
José Mourinho og Pep Guardiola eru engir vinir og langt frá því. Manchester-stjórarnir mætast í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn þegar United og City eigast við í risaslag í ensku úrvalsdeildinni. Pep og Mourinho elduðu grátt silfur saman þegar þeir stýrðu spænsku risunum Barcelona og Real Madrid. Óvinátta þeirra og liðanna gekk svo langt að í leik um stórbikarinn á Spáni potaði Mourinho í augað á Tito Villanova heitnum, þáverandi aðstoðarþjálfara. Guardiola hafði fín tök á Real Madrid-liði Mourinho en hann vann fimm af ellefu viðureignum sínum gegn Real og tapaði aðeins tvisvar. Þegar Pep og Mourinho mættust fyrst í nóvember 2010 varð úr ein allsherjar niðurlæging fyrir Portúgalann sem var að snúa aftur Nývang, sinn gamla heimavöll.José Mourinho vann Pep Guardiola aðeins tvisvar sinnum á Spáni.vísir/gettyStærsta tapið á ferlinum Barcelona gerði lítið úr Real Madrid með 5-0 sigri en það voru ekki bara úrslitin sem heimsbyggðin tók eftir heldur frammistaða Barcelona sem var mögnuð. Liðið átti ríflega 600 sendingar á milli manna og hreinlega niðurlægði Real Madrid fyrir framan 400 milljónir sjónvarpsáhorfenda. „Ég held að þetta hafi verið ein besta frammistaða sem ég hef séð hjá einu fótboltaliði í tugi ára. Maður hefur sjaldan eða aldrei séð aðra eins fótboltaveislu. Þetta var einn heilsteyptasti fótboltaleikur sem ég hef séð hjá einu liði í háa herrans tíð,“ sagði Heimi Guðjónsson, þjálfari FH, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um leikinn. Hann var hreinlega dolfallin. Orðið niðurlæging var þó ekki eitthvað sem Mourinho vildi nota um þetta tap. „Niðurlæging? Nei, alls ekki. Þetta er versti ósigurinn á mínum ferli. Ég hef aldrei áður tapað 5-0, en þetta er tap sem er auðvelt að melta,“ sagði Mourinho en Pep var glaður. „Við erum stoltir því heimurinn hefur séð hvernig við viljum spila. Úrslitin eru afleiðing þess sem gerðist í leiknum.“ Svona fór þegar þessir miklu óvinir mættust í fyrsta skipti á Spáni. City-liðið hefur heillað marga með spilamennsku sinni í fyrstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar og nú vona stuðningsmenn liðsins að það fari eins í fyrsta leik Pep og Guardiola á Englandi eins og fór á Spáni. Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 eftir leik Barcelona og Real Madrid í nóvember 2010.
Enski boltinn Tengdar fréttir Owen: Fór til Man Utd því Liverpool vildi mig ekki Michael Owen segir að hann hafi farið til Manchester United sumarið 2009 því Liverpool, uppeldisfélag hans, vildi ekki fá hann. 6. september 2016 13:30 Dýrasti knattspyrnuleikur sögunnar Nágrannaslagur Man. Utd og Man. City um helgina verður sögulegur að því leyti að liðin hafa aldrei mætt til leiks með eins dýra leikmenn. Það sem meira er þá mun þessi leikur slá öll met yfir dýr knattspyrnulið. Þetta verður dýrasti leikur sögunnar. 7. september 2016 10:30 Mkhitaryan tæpur fyrir Manchester-slaginn Armeninn Henrikh Mkhitaryan er í kapphlaupi við tímann en hann vonast til að geta tekið þátt í stórleik Man. Utd og Man. City. 6. september 2016 14:45 „United hefur smá forskot á City“ Spennan fyrir risaslagnum á laugardaginn þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina. 8. september 2016 11:30 Claudio Bravo, ertu klár? Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Manchester United er klár í slaginn fyrir Manchester-slaginn á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn. 7. september 2016 15:00 Hvað ef Terry hefði farið til Man Utd? John Terry, fyrirliði Chelsea, birti skemmtilega mynd á Instagram í dag. 6. september 2016 21:30 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Owen: Fór til Man Utd því Liverpool vildi mig ekki Michael Owen segir að hann hafi farið til Manchester United sumarið 2009 því Liverpool, uppeldisfélag hans, vildi ekki fá hann. 6. september 2016 13:30
Dýrasti knattspyrnuleikur sögunnar Nágrannaslagur Man. Utd og Man. City um helgina verður sögulegur að því leyti að liðin hafa aldrei mætt til leiks með eins dýra leikmenn. Það sem meira er þá mun þessi leikur slá öll met yfir dýr knattspyrnulið. Þetta verður dýrasti leikur sögunnar. 7. september 2016 10:30
Mkhitaryan tæpur fyrir Manchester-slaginn Armeninn Henrikh Mkhitaryan er í kapphlaupi við tímann en hann vonast til að geta tekið þátt í stórleik Man. Utd og Man. City. 6. september 2016 14:45
„United hefur smá forskot á City“ Spennan fyrir risaslagnum á laugardaginn þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina. 8. september 2016 11:30
Claudio Bravo, ertu klár? Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Manchester United er klár í slaginn fyrir Manchester-slaginn á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn. 7. september 2016 15:00
Hvað ef Terry hefði farið til Man Utd? John Terry, fyrirliði Chelsea, birti skemmtilega mynd á Instagram í dag. 6. september 2016 21:30