Önnur sería af Stranger Things staðfest Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2016 22:22 Við fáum meira af Stranger things. Aðdáendur Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things geta andað rólega því efnisveitan hefur opinberað að framleiðsla á þáttaröð tvö er hafin og að hún veðri frumsýnd á næsta ári. Seinni þáttaröðin mun innihalda níu þætti, en fyrri þáttaröðin innihélt átta. Tilkynningin var í myndbandsformi þar sem heyra mátti upphafsstef þáttanna og sjá 9 frasa birtast á skjánum sem eru heiti hvers þáttar í þessari væntanlegu framhaldsþáttaröð.The adventure continues. Stranger Things 2 is coming 2017. pic.twitter.com/3H4WR3DGEj— Stranger Things (@Stranger_Things) August 31, 2016 Í viðtali við Entertainment Weekly sögðu mennirnir á bak við þættina, Duffer-bræðurnir, að fjórar nýjar persónur verða kynntar til leiks í seinni þáttaröðinni og þá verði leitað innblásturs í framhaldsmyndir sem leikstjórinn James Cameron hefur sent frá sér, en þar má nefna Aliens og Terminator 2: Judgement Day. Þá þykir nokkuð víst að persónurnar muni heimsækja á ný þann hrollvekjandi heim sem var kynntur til leiks í fyrri seríunni. Þetta skref að hefja framleiðslu á nýrri seríu af Stranger Things er afar rökrétt af Netflix þar sem sú fyrsta hlaut metáhorf hjá efnisveitunni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stranger Things er löðrandi í skírskotunum í þekktar kvikmyndir og hér er búið að setja þær allar saman Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. 2. ágúst 2016 14:45 Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aðdáendur Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things geta andað rólega því efnisveitan hefur opinberað að framleiðsla á þáttaröð tvö er hafin og að hún veðri frumsýnd á næsta ári. Seinni þáttaröðin mun innihalda níu þætti, en fyrri þáttaröðin innihélt átta. Tilkynningin var í myndbandsformi þar sem heyra mátti upphafsstef þáttanna og sjá 9 frasa birtast á skjánum sem eru heiti hvers þáttar í þessari væntanlegu framhaldsþáttaröð.The adventure continues. Stranger Things 2 is coming 2017. pic.twitter.com/3H4WR3DGEj— Stranger Things (@Stranger_Things) August 31, 2016 Í viðtali við Entertainment Weekly sögðu mennirnir á bak við þættina, Duffer-bræðurnir, að fjórar nýjar persónur verða kynntar til leiks í seinni þáttaröðinni og þá verði leitað innblásturs í framhaldsmyndir sem leikstjórinn James Cameron hefur sent frá sér, en þar má nefna Aliens og Terminator 2: Judgement Day. Þá þykir nokkuð víst að persónurnar muni heimsækja á ný þann hrollvekjandi heim sem var kynntur til leiks í fyrri seríunni. Þetta skref að hefja framleiðslu á nýrri seríu af Stranger Things er afar rökrétt af Netflix þar sem sú fyrsta hlaut metáhorf hjá efnisveitunni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stranger Things er löðrandi í skírskotunum í þekktar kvikmyndir og hér er búið að setja þær allar saman Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. 2. ágúst 2016 14:45 Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Stranger Things er löðrandi í skírskotunum í þekktar kvikmyndir og hér er búið að setja þær allar saman Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. 2. ágúst 2016 14:45