Tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2016 14:13 Frá Fundi fólksins í fyrra. „Það vilja allir hafa áhrif á samfélag sitt en finnast þeir ekki alltaf geta það, en nú er lag á lýðræðis- og stjórnmálahátíðinni Fundi Fólksins sem haldin verður við Norræna húsið næstu helgi, 2.-3. september nk.” segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar. „Við sláum upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með fjölbreytta dagskrá og þjóðþekktir einstaklingar stjórna sjóðheitum umræðum. Á 30 mínútna fresti verða samtöl við stjórnmálamenn í Stjórnmálabúðum hátíðarinnar. Þar að auki verða pallborðsumræður, kynningar, stjórnmála speed-date og pub-quiz í bland við tónlistaratriði og aðrar uppákomur.”Þorsteinn Guðmundsson grínisti hefur sína skoðun á skoðanaskiptum. Hún segir hátíðina einstaklega vel tímasetta í ár, því hún sé upptaktur kosninga og því megi búast við fjörlegum umræðum en tæplega 80 þátttakendur eru skráðir til leiks með um 100 viðburði og fjölbreytt málefni. „Við erum búin að vera í nánu samtali við stjórnmálaflokka, alþingismenn og forseta alþingis til að vinna að því að dagskrá þingsins skarist ekki við Fund Fólksins. Það er afar áríðandi að lýðræðis- og stjórnmálahátíð sem þessi sé vel sótt af stjórnmálamönnum og því allt kapp lagt á að það verði.“Fundur Fólksins er hátíð að norrænni fyrirmynd en slíkar hátíðir hafa verið haldnar í áratugi og er Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð þeirra þekktust.Það er Almannaheill - samtök þriðja geirans sem er framkvæmdaaðili hátíðarinnar í samstarfi við Velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg og Norræna húsið.Dagskrána má sjá hér að neðan og nánari upplýsingar eru á www.fundurfolksins.is Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
„Það vilja allir hafa áhrif á samfélag sitt en finnast þeir ekki alltaf geta það, en nú er lag á lýðræðis- og stjórnmálahátíðinni Fundi Fólksins sem haldin verður við Norræna húsið næstu helgi, 2.-3. september nk.” segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar. „Við sláum upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með fjölbreytta dagskrá og þjóðþekktir einstaklingar stjórna sjóðheitum umræðum. Á 30 mínútna fresti verða samtöl við stjórnmálamenn í Stjórnmálabúðum hátíðarinnar. Þar að auki verða pallborðsumræður, kynningar, stjórnmála speed-date og pub-quiz í bland við tónlistaratriði og aðrar uppákomur.”Þorsteinn Guðmundsson grínisti hefur sína skoðun á skoðanaskiptum. Hún segir hátíðina einstaklega vel tímasetta í ár, því hún sé upptaktur kosninga og því megi búast við fjörlegum umræðum en tæplega 80 þátttakendur eru skráðir til leiks með um 100 viðburði og fjölbreytt málefni. „Við erum búin að vera í nánu samtali við stjórnmálaflokka, alþingismenn og forseta alþingis til að vinna að því að dagskrá þingsins skarist ekki við Fund Fólksins. Það er afar áríðandi að lýðræðis- og stjórnmálahátíð sem þessi sé vel sótt af stjórnmálamönnum og því allt kapp lagt á að það verði.“Fundur Fólksins er hátíð að norrænni fyrirmynd en slíkar hátíðir hafa verið haldnar í áratugi og er Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð þeirra þekktust.Það er Almannaheill - samtök þriðja geirans sem er framkvæmdaaðili hátíðarinnar í samstarfi við Velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg og Norræna húsið.Dagskrána má sjá hér að neðan og nánari upplýsingar eru á www.fundurfolksins.is
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir