Engar afsakanir teknar gildar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2016 10:00 „Eftir öll þessi félagaskipti er þetta núna minn hópur. Það eru sennilega engir leikmenn í hópnum sem ég vil ekki hafa. Það voru engir leikmenn keyptir sem ég vildi ekki fá og ég hef ekki selt neina leikmenn sem ég vildi ekki selja,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í viðtali fyrr í sumar. Þjóðverjinn hefur sitt fyrsta heila tímabil við stjórnvölinn hjá Liverpool í dag þegar liðið sækir Arsenal heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Klopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október á síðasta ári. Gengið var upp og niður. Liverpool gekk ekkert sérstaklega vel í úrvalsdeildinni og endaði í 8. sæti hennar en liðið komst hins vegar bæði í úrslit deildabikarsins og Evrópudeildarinnar. Eigendur Liverpool voru hrifnir af því sem þeir sáu og gerðu nýjan sex ára samning við Klopp í sumar, sem er til marks um trúna á honum og aðferðum hans. Klopp hefur nú fengið heilt undirbúningstímabil og ráðist í breytingar á leikmannahópi Liverpool. Þetta er núna „hans“ lið og Klopp segist ekki hafa neinar afsakanir fyrir því að ná ekki árangri. „Ég er óhræddur við að gera breytingar, það er hluti af starfinu. Ég er ánægður með liðið núna,“ sagði Klopp. „Eins og staðan er núna ættum við ekki að leita að afsökunum og segja hluti eins og að ég þurfi ár í viðbót.“ Álagið verður minna á þessu tímabili þar sem Liverpool náði ekki Evrópusæti. Þrátt fyrir að taka við í október stýrði Klopp Liverpool í 52 leikjum á síðasta tímabili og leikjaálagið tók sinn toll. Klopp fær því enn meiri tíma á æfingasvæðinu til að innleiða hugmyndir sínar og setja mark sitt á liðið. Liverpool spilaði nokkra frábæra leiki á síðasta tímabili þar sem liðið pressaði stíft og sótti hratt að hætti Klopps. En slakur varnarleikur var liðinu oft fjötur um fót og hann er stærsta spurningarmerkið fyrir þetta tímabil. Nýi markvörðurinn, Loris Karius, handarbrotnaði á dögunum og missir af byrjun tímabilsins, varnarmaðurinn Mamadou Sakho var sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum og vandamálið með stöðu vinstri bakvarðar er enn óleyst. Kamerúnski miðvörðurinn Joël Matip er þó góð viðbót við leikmannahóp Liverpool og ætti að styrkja vörnina. Liverpool mætir sterkara til leiks en á síðasta tímabili og það eru jákvæð teikn á lofti. En það er óvíst hversu langt það fleytir liðinu. Barátta um Meistaradeildarsæti verður væntanlega hlutskipti Liverpool í vetur. Stórleikur Arsenal og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD í dag. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
„Eftir öll þessi félagaskipti er þetta núna minn hópur. Það eru sennilega engir leikmenn í hópnum sem ég vil ekki hafa. Það voru engir leikmenn keyptir sem ég vildi ekki fá og ég hef ekki selt neina leikmenn sem ég vildi ekki selja,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í viðtali fyrr í sumar. Þjóðverjinn hefur sitt fyrsta heila tímabil við stjórnvölinn hjá Liverpool í dag þegar liðið sækir Arsenal heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Klopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október á síðasta ári. Gengið var upp og niður. Liverpool gekk ekkert sérstaklega vel í úrvalsdeildinni og endaði í 8. sæti hennar en liðið komst hins vegar bæði í úrslit deildabikarsins og Evrópudeildarinnar. Eigendur Liverpool voru hrifnir af því sem þeir sáu og gerðu nýjan sex ára samning við Klopp í sumar, sem er til marks um trúna á honum og aðferðum hans. Klopp hefur nú fengið heilt undirbúningstímabil og ráðist í breytingar á leikmannahópi Liverpool. Þetta er núna „hans“ lið og Klopp segist ekki hafa neinar afsakanir fyrir því að ná ekki árangri. „Ég er óhræddur við að gera breytingar, það er hluti af starfinu. Ég er ánægður með liðið núna,“ sagði Klopp. „Eins og staðan er núna ættum við ekki að leita að afsökunum og segja hluti eins og að ég þurfi ár í viðbót.“ Álagið verður minna á þessu tímabili þar sem Liverpool náði ekki Evrópusæti. Þrátt fyrir að taka við í október stýrði Klopp Liverpool í 52 leikjum á síðasta tímabili og leikjaálagið tók sinn toll. Klopp fær því enn meiri tíma á æfingasvæðinu til að innleiða hugmyndir sínar og setja mark sitt á liðið. Liverpool spilaði nokkra frábæra leiki á síðasta tímabili þar sem liðið pressaði stíft og sótti hratt að hætti Klopps. En slakur varnarleikur var liðinu oft fjötur um fót og hann er stærsta spurningarmerkið fyrir þetta tímabil. Nýi markvörðurinn, Loris Karius, handarbrotnaði á dögunum og missir af byrjun tímabilsins, varnarmaðurinn Mamadou Sakho var sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum og vandamálið með stöðu vinstri bakvarðar er enn óleyst. Kamerúnski miðvörðurinn Joël Matip er þó góð viðbót við leikmannahóp Liverpool og ætti að styrkja vörnina. Liverpool mætir sterkara til leiks en á síðasta tímabili og það eru jákvæð teikn á lofti. En það er óvíst hversu langt það fleytir liðinu. Barátta um Meistaradeildarsæti verður væntanlega hlutskipti Liverpool í vetur. Stórleikur Arsenal og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD í dag.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira