Fótbolti

Grímuklæddur áhorfandi réðst á markvörð Östersund | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér er nýbúið að slá Keita niður og liðsfélagi hans kemur honum til aðstoðar.
Hér er nýbúið að slá Keita niður og liðsfélagi hans kemur honum til aðstoðar. vísir/epa
Flauta varð leik Jönköping og Östersund af í gær eftir að ráðist var á markvörð Östersund.

Áhorfandinn var grímuklæddur og náði að kýla markvörðinn, Aly Keita, kaldan. Keita gat ekki haldið áfram leik og dómarinn sá ekki annað í stöðunni en að flauta leikinn af. Staðan var þá 1-1.

„Ég er bæði reiður og í losti. Það er skelfilegt að eitthvað svona geti gerst,“ sagði Keita eftir leikinn.

„Ég sá einhvern fyrir aftan mig. Ég hljóp frá honum og stoppaði svo. Hélt hann væri farinn en það var ekki rétt. Ég skildi ekki í fyrstu hvað hefði gerst. Það er sorglegt að einhver geti eyðilagt kvöldið fyrir öllum. Ég fékk smá svima en er orðinn góður núna. Ég vildi ekki fara á spítala. Mér líkar ekki við spítala.“

Árásarmaðurinn er 17 ára gamall og hann situr í steininum.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×