Á annað hundrað manns fögnuðu með Guðna og Elizu í veislu á Bessastöðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Guðni og Eliza stíga úr forsetabílnum, komin á Austurvöll, og heilsa viðstöddum. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti Íslands, var settur í embætti í Alþingishúsinu í gær. Hundruð mættu á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni en fyrri hluti hennar fór fram í Dómkirkjunni. Eftir messu fluttu gestir sig um set yfir í þingsalinn. Honum hafði verið breytt svo fleiri myndu rúmast innan salarins. Á meðal gesta voru ráðherrar, þingmenn, borgarstjóri, biskup, forseti Hæstaréttar og fyrrverandi forsetarnir Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir. Þá voru allir formenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi viðstaddir fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins.Guðni og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttarvísir/EyþórMikil gleði ríkti á meðal þeirra sem komnir voru að fylgjast með. Sjá mátti íslenska fánann á lofti og enginn lét það trufla sig að ský hefðu dregið fyrir sólu eftir veðurblíðu undanfarinna daga. Eftir formlega athöfn skrifaði Guðni undir kjörbréf sem Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, rétti honum. Því næst hélt hann út á svalir Alþingishússins og heilsaði viðstöddum. Að því loknu flutti hann innsetningarræðu sína í þingsal. Guðni stiklaði á stóru í ræðu sinni og sagði meðal annars að sér væri efst í huga þakklæti fyrir það traust sem honum hefði verið sýnt að taka við embættinu.Eliza horfir hlýlega til forsetans á svölum Alþingishússins. vísir/EyþórHann sagði að forseti réði sjaldan úrslitum einn síns liðs en að hann teldi að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann eigi að vera óháður flokkum og fylkingum. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum byggi í brjósti, því sem vel væri gert en einnig því sem betur mætti fara. Guðni sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hefðu gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för,“ sagði Guðni.Guðni og Eliza koma bakdyramegin heim til Bessastaða í fyrsta skipti sem forsetahjón. vísir/EyþórGuðni minntist á það í ræðu sinni að kosið yrði til þings í haust. Í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra það ekki hafa komið sér á óvart, enda hafi þeir rætt kosningar sín á milli. Að athöfninni lokinni bauð Guðni fjölda gesta til veislu á Bessastöðum, nýju heimili sínu. Starfsmaður forsetaembættisins sagði í samtali við Fréttablaðið að um 160 gestum hafi verið boðið, þó sé óvíst hversu margir hafi mætt. Á meðal gesta var fjölskylda Guðna sem og sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við framboð hans.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuGuðni tekur á móti sínum fyrsta gesti sem forseti. vísir/Eyþór Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 11:21 Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði Eliza Reid var stórglæsileg í skautbúningi samsettum úr tveimur skautbúningum. 1. ágúst 2016 17:23 Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Hann ávarpaði þjóðina við innsetningarathöfn sína í dag. 1. ágúst 2016 17:12 Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti Íslands, var settur í embætti í Alþingishúsinu í gær. Hundruð mættu á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni en fyrri hluti hennar fór fram í Dómkirkjunni. Eftir messu fluttu gestir sig um set yfir í þingsalinn. Honum hafði verið breytt svo fleiri myndu rúmast innan salarins. Á meðal gesta voru ráðherrar, þingmenn, borgarstjóri, biskup, forseti Hæstaréttar og fyrrverandi forsetarnir Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir. Þá voru allir formenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi viðstaddir fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins.Guðni og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttarvísir/EyþórMikil gleði ríkti á meðal þeirra sem komnir voru að fylgjast með. Sjá mátti íslenska fánann á lofti og enginn lét það trufla sig að ský hefðu dregið fyrir sólu eftir veðurblíðu undanfarinna daga. Eftir formlega athöfn skrifaði Guðni undir kjörbréf sem Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, rétti honum. Því næst hélt hann út á svalir Alþingishússins og heilsaði viðstöddum. Að því loknu flutti hann innsetningarræðu sína í þingsal. Guðni stiklaði á stóru í ræðu sinni og sagði meðal annars að sér væri efst í huga þakklæti fyrir það traust sem honum hefði verið sýnt að taka við embættinu.Eliza horfir hlýlega til forsetans á svölum Alþingishússins. vísir/EyþórHann sagði að forseti réði sjaldan úrslitum einn síns liðs en að hann teldi að hann eigi að standa utan sviðs stjórnmálanna. Hann eigi að vera óháður flokkum og fylkingum. Hann sagði hins vegar að hann myndi vekja máls á því sem honum byggi í brjósti, því sem vel væri gert en einnig því sem betur mætti fara. Guðni sagði að Ísland væri gott og friðsælt land og þar nytum við góðs af því sem eldri kynslóðir hefðu gert. Hins vegar mætti margt fara betur. Fólk ætti ekki að líða skort, allir ættu að eiga aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og enn væri ekki í land komið í jafnréttisbaráttunni. „Mér stendur nærri að nefna menntakerfið. Innan þess eiga allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi án þess að fjárhagur hamli för,“ sagði Guðni.Guðni og Eliza koma bakdyramegin heim til Bessastaða í fyrsta skipti sem forsetahjón. vísir/EyþórGuðni minntist á það í ræðu sinni að kosið yrði til þings í haust. Í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra það ekki hafa komið sér á óvart, enda hafi þeir rætt kosningar sín á milli. Að athöfninni lokinni bauð Guðni fjölda gesta til veislu á Bessastöðum, nýju heimili sínu. Starfsmaður forsetaembættisins sagði í samtali við Fréttablaðið að um 160 gestum hafi verið boðið, þó sé óvíst hversu margir hafi mætt. Á meðal gesta var fjölskylda Guðna sem og sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við framboð hans.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuGuðni tekur á móti sínum fyrsta gesti sem forseti. vísir/Eyþór
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 11:21 Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði Eliza Reid var stórglæsileg í skautbúningi samsettum úr tveimur skautbúningum. 1. ágúst 2016 17:23 Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Hann ávarpaði þjóðina við innsetningarathöfn sína í dag. 1. ágúst 2016 17:12 Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 11:21
Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði Eliza Reid var stórglæsileg í skautbúningi samsettum úr tveimur skautbúningum. 1. ágúst 2016 17:23
Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Hann ávarpaði þjóðina við innsetningarathöfn sína í dag. 1. ágúst 2016 17:12
Hátíðleg stund í þinghúsinu Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands í dag. 1. ágúst 2016 16:01