Stóri Sam segist geta gert enska liðið betra en ætlar ekki að dansa | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 15:15 Sam Allardyce er þjálfari Englands. vísir/getty Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, mætti til starfa í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn í húsakynnum enska knattspyrnusambandsins. Stóri Sam, sem stýrði síðast Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, sat blaðamannafund þar sem hann svaraði spurningum blaðamanna en mikil uppbygging er fyrir höndum hjá enska landsliðinu. Enska liðið olli gífurlegum vonbrigðum bæði á HM 2014 og EM 2016 en á síðarnefnda mótinu var liðið sent heim af strákunum okkar í 16 liða úrslitum þar sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. England hefur ekki unnið stórmót síðan 1966 þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli en það hefur oft þurft að þola mikla gagnrýni eða mikla sorg á stórmótum. Hefur starf enska landsliðsþjálfarans verið kallaður eitraður kaleikur en Allardyce lítur ekki á það þannig. „Mér finnst það ekki. Ég er með þykkan skráp eftir mörg ár í þessu. Maður gerir sig sterkari fyrir hvert einasta starf sem maður tekur,“ sagði Allardyce á blaðamannafundinum í dag. „Maður tekur því góða með því slæma annars sleppir maður þessu bara. Ég er hérna því ég vil vera hérna. Ég hlakka til áskoruninnar. Ég er hér því ég held að ég geti gert liðið betra og ég er nógu sterkur til að ráða við þetta starf. Þannig komiði bara, strákar,“ sagði hann glottandi.Is the #ThreeLions job a poisoned chalice? "Not for me," says @OfficialBigSamhttps://t.co/V7NyFBPPkj — England (@England) July 25, 2016 Það var létt yfir Allardyce á fundinum en hann var spurður hvort enskir stuðningsmenn ættu von á að sjá hann dansa á næstunni eins og hann gerði á Spáni á dögunum. Stóri Sam sýndi hvað í hann er spunnið á dansgólfinu á Marbella á Spáni þar sem hann og lærisveinar hans í Sunderland fögnuðu því að vera áfram í deild þeirra bestu eftir að bjarga sér frá falli. Allardyce sagðist auðvitað vonast eftir því að enska liðið verði sigursælt undir hans stjórn og það komist bæði á HM 2018 í Rússlandi og standi sig vel þar. En dansinn mun ekki duna. „Ég er ekki svo viss um að þið grípið mig dansandi í nánustu framtíð,“ sagði Sam Allardyce eftir að skella upp úr. Neðst í fréttinni má sjá Allardyce stíga trylltan dans á Marbella."What would it take for us to see @OfficialBigSam dancing?" #threelions https://t.co/qyPBqtJu7e— England (@England) July 25, 2016 Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam: Er kominn í draumastarfið Sam Allardyce er stoltur af því að vera orðinn landsliðsþjálfari Englands. 22. júlí 2016 15:39 Svona mun Stóri Sam láta enska landsliðið spila Flest bendir til þess að Sam Allardyce verði næsti þjálfari enska landsliðsins. 21. júlí 2016 16:00 Gagnrýndi Stóra Sam fyrir fornaldarfótbolta en segir hann nú rétta manninn fyrir England José Mourino telur að enska knattspyrnusambandið hafi valið rétt en vill að menn standi við bakið á Allardyce. 21. júlí 2016 14:30 David Moyes fær starf stóra Sam hjá Sunderland Íslandsvinurinn David Moyes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland til næstu fjögurra ára. 23. júlí 2016 12:48 Stóri Sam ekki tekið ákvörðun um hvort Rooney verði áfram fyrirliði Sam Allardyce vill hitta alla leikmennina áður en hann tekur ákvörðun um hvort United-maðurinn beri áfram bandið. 25. júlí 2016 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, mætti til starfa í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn í húsakynnum enska knattspyrnusambandsins. Stóri Sam, sem stýrði síðast Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, sat blaðamannafund þar sem hann svaraði spurningum blaðamanna en mikil uppbygging er fyrir höndum hjá enska landsliðinu. Enska liðið olli gífurlegum vonbrigðum bæði á HM 2014 og EM 2016 en á síðarnefnda mótinu var liðið sent heim af strákunum okkar í 16 liða úrslitum þar sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. England hefur ekki unnið stórmót síðan 1966 þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli en það hefur oft þurft að þola mikla gagnrýni eða mikla sorg á stórmótum. Hefur starf enska landsliðsþjálfarans verið kallaður eitraður kaleikur en Allardyce lítur ekki á það þannig. „Mér finnst það ekki. Ég er með þykkan skráp eftir mörg ár í þessu. Maður gerir sig sterkari fyrir hvert einasta starf sem maður tekur,“ sagði Allardyce á blaðamannafundinum í dag. „Maður tekur því góða með því slæma annars sleppir maður þessu bara. Ég er hérna því ég vil vera hérna. Ég hlakka til áskoruninnar. Ég er hér því ég held að ég geti gert liðið betra og ég er nógu sterkur til að ráða við þetta starf. Þannig komiði bara, strákar,“ sagði hann glottandi.Is the #ThreeLions job a poisoned chalice? "Not for me," says @OfficialBigSamhttps://t.co/V7NyFBPPkj — England (@England) July 25, 2016 Það var létt yfir Allardyce á fundinum en hann var spurður hvort enskir stuðningsmenn ættu von á að sjá hann dansa á næstunni eins og hann gerði á Spáni á dögunum. Stóri Sam sýndi hvað í hann er spunnið á dansgólfinu á Marbella á Spáni þar sem hann og lærisveinar hans í Sunderland fögnuðu því að vera áfram í deild þeirra bestu eftir að bjarga sér frá falli. Allardyce sagðist auðvitað vonast eftir því að enska liðið verði sigursælt undir hans stjórn og það komist bæði á HM 2018 í Rússlandi og standi sig vel þar. En dansinn mun ekki duna. „Ég er ekki svo viss um að þið grípið mig dansandi í nánustu framtíð,“ sagði Sam Allardyce eftir að skella upp úr. Neðst í fréttinni má sjá Allardyce stíga trylltan dans á Marbella."What would it take for us to see @OfficialBigSam dancing?" #threelions https://t.co/qyPBqtJu7e— England (@England) July 25, 2016
Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam: Er kominn í draumastarfið Sam Allardyce er stoltur af því að vera orðinn landsliðsþjálfari Englands. 22. júlí 2016 15:39 Svona mun Stóri Sam láta enska landsliðið spila Flest bendir til þess að Sam Allardyce verði næsti þjálfari enska landsliðsins. 21. júlí 2016 16:00 Gagnrýndi Stóra Sam fyrir fornaldarfótbolta en segir hann nú rétta manninn fyrir England José Mourino telur að enska knattspyrnusambandið hafi valið rétt en vill að menn standi við bakið á Allardyce. 21. júlí 2016 14:30 David Moyes fær starf stóra Sam hjá Sunderland Íslandsvinurinn David Moyes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland til næstu fjögurra ára. 23. júlí 2016 12:48 Stóri Sam ekki tekið ákvörðun um hvort Rooney verði áfram fyrirliði Sam Allardyce vill hitta alla leikmennina áður en hann tekur ákvörðun um hvort United-maðurinn beri áfram bandið. 25. júlí 2016 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Stóri Sam: Er kominn í draumastarfið Sam Allardyce er stoltur af því að vera orðinn landsliðsþjálfari Englands. 22. júlí 2016 15:39
Svona mun Stóri Sam láta enska landsliðið spila Flest bendir til þess að Sam Allardyce verði næsti þjálfari enska landsliðsins. 21. júlí 2016 16:00
Gagnrýndi Stóra Sam fyrir fornaldarfótbolta en segir hann nú rétta manninn fyrir England José Mourino telur að enska knattspyrnusambandið hafi valið rétt en vill að menn standi við bakið á Allardyce. 21. júlí 2016 14:30
David Moyes fær starf stóra Sam hjá Sunderland Íslandsvinurinn David Moyes hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland til næstu fjögurra ára. 23. júlí 2016 12:48
Stóri Sam ekki tekið ákvörðun um hvort Rooney verði áfram fyrirliði Sam Allardyce vill hitta alla leikmennina áður en hann tekur ákvörðun um hvort United-maðurinn beri áfram bandið. 25. júlí 2016 13:00