Verð bara að ganga í verk Guðs almáttugs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 10:15 Vala Kristín segir Kára hafa stungið upp á að þau framleiddu þessa sýningu í Frystiklefanum svo allt sé þetta eiginlega honum að kenna! Vísir/Hanna Nú er sköpunarverkið allt að smella saman. Kári á stóran hlut í því en það er samt mitt hugarfóstur,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir um gamanleikinn Genesis sem hún frumsýnir í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi 31. júlí í leikstjórn Kára Viðarssonar. Leikritið er byggt á sjálfri sköpunarsögu Biblíunnar svo þau Vala og Kári eru ekkert að fást við fánýtt efni. Vala Kristín útskrifaðist úr leiklistinni í fyrravor og hefur síðan leikið í Ati, Njálu og Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu. Hún er líka meðhöfundur og leikkona sketsaþáttanna Þær tvær hjá Stöð 2. Hún segir hugmyndina að verkinu Genesis hafa kviknað í Leiklistarskóla Íslands eftir að hún lærði þar trúðatækni. „Ég notaði þennan efnivið í tveimur lokaverkefnum og prófaði mig áfram með áhorfendum, til að rannsaka efnið og átta mig á hvert ég gæti farið með það. Þetta er ekki frumleg hugmynd að því leyti að ég var búin að sjá geggjaðar trúðasýningar í Borgarleikhúsinu áður en ég lærði trúðinn, annars vegar Dauðasyndirnar og hins vegar Jesú litla og ég heillaðist af því að trúður gæti sagt svona stórar sögur á svona einfaldan hátt.“ Mikil samvinna var meðal nemenda í trúðasýningum leiklistarskólans að sögn Völu Kristínar en eftir útskrift segir hún ekki hlaupið að því að ná í fólk í sýningar. „Að ég skuli gera þetta ein rímar líka svolítið vel við það að Guð var einn að búa allt til, samkvæmt sköpunarsögunni, og það væri í raun ósanngjarnt ef ég hefði einhvern til að hjálpa mér. Þannig að ég verð bara að ganga í hlutverk Guðs almáttugs og geri það.“ Lærifaðir Völu Kristínar í trúðatækninni er Argentínumaðurinn Rafael Bianciotto sem hefur búið mestalla ævi í Frakklandi. „Rafael var leikstjóri Dauðasyndanna og Sókratesar í Borgarleikhúsinu og er svolítið guðfaðir trúðatækninnar hér á landi. Hann hefur verið mér innan handar í mínum pælingum,“ upplýsir Vala. Kári lærði leiklist við Rose Bruford College í London. Nýútskrifaður þaðan vorið 2009 stofnaði hann leikhúsið Frystiklefann, ásamt hosteli, á Rifi og sýningar hans hafa vakið athygli. Vala Kristín kveðst fyrst hafa komið vestur á Rif með leikhópnum Improw Iceland og fallið fyrir Frystiklefanum og staðnum. „Ég fékk að vera hér í fyrrasumar og þá endurheimsótti ég sköpunarsöguna, sagði Kára frá henni og spann um efnið fyrir framan hann. Það uppátæki vatt upp á sig þannig að hann stakk upp á að við myndum framleiða þessa sýningu í Frystiklefanum, svo allt er þetta eiginlega honum að kenna!“ Auk frumsýningarinnar á sunnudaginn verða fimm sýningar á gamanleiknum Genesis, sú síðasta 21. ágúst. Miðar eru pantaðir á thefreezerhostel.com. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016. Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Nú er sköpunarverkið allt að smella saman. Kári á stóran hlut í því en það er samt mitt hugarfóstur,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir um gamanleikinn Genesis sem hún frumsýnir í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi 31. júlí í leikstjórn Kára Viðarssonar. Leikritið er byggt á sjálfri sköpunarsögu Biblíunnar svo þau Vala og Kári eru ekkert að fást við fánýtt efni. Vala Kristín útskrifaðist úr leiklistinni í fyrravor og hefur síðan leikið í Ati, Njálu og Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu. Hún er líka meðhöfundur og leikkona sketsaþáttanna Þær tvær hjá Stöð 2. Hún segir hugmyndina að verkinu Genesis hafa kviknað í Leiklistarskóla Íslands eftir að hún lærði þar trúðatækni. „Ég notaði þennan efnivið í tveimur lokaverkefnum og prófaði mig áfram með áhorfendum, til að rannsaka efnið og átta mig á hvert ég gæti farið með það. Þetta er ekki frumleg hugmynd að því leyti að ég var búin að sjá geggjaðar trúðasýningar í Borgarleikhúsinu áður en ég lærði trúðinn, annars vegar Dauðasyndirnar og hins vegar Jesú litla og ég heillaðist af því að trúður gæti sagt svona stórar sögur á svona einfaldan hátt.“ Mikil samvinna var meðal nemenda í trúðasýningum leiklistarskólans að sögn Völu Kristínar en eftir útskrift segir hún ekki hlaupið að því að ná í fólk í sýningar. „Að ég skuli gera þetta ein rímar líka svolítið vel við það að Guð var einn að búa allt til, samkvæmt sköpunarsögunni, og það væri í raun ósanngjarnt ef ég hefði einhvern til að hjálpa mér. Þannig að ég verð bara að ganga í hlutverk Guðs almáttugs og geri það.“ Lærifaðir Völu Kristínar í trúðatækninni er Argentínumaðurinn Rafael Bianciotto sem hefur búið mestalla ævi í Frakklandi. „Rafael var leikstjóri Dauðasyndanna og Sókratesar í Borgarleikhúsinu og er svolítið guðfaðir trúðatækninnar hér á landi. Hann hefur verið mér innan handar í mínum pælingum,“ upplýsir Vala. Kári lærði leiklist við Rose Bruford College í London. Nýútskrifaður þaðan vorið 2009 stofnaði hann leikhúsið Frystiklefann, ásamt hosteli, á Rifi og sýningar hans hafa vakið athygli. Vala Kristín kveðst fyrst hafa komið vestur á Rif með leikhópnum Improw Iceland og fallið fyrir Frystiklefanum og staðnum. „Ég fékk að vera hér í fyrrasumar og þá endurheimsótti ég sköpunarsöguna, sagði Kára frá henni og spann um efnið fyrir framan hann. Það uppátæki vatt upp á sig þannig að hann stakk upp á að við myndum framleiða þessa sýningu í Frystiklefanum, svo allt er þetta eiginlega honum að kenna!“ Auk frumsýningarinnar á sunnudaginn verða fimm sýningar á gamanleiknum Genesis, sú síðasta 21. ágúst. Miðar eru pantaðir á thefreezerhostel.com. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016.
Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“