Átti að verða endurkoma James Gandolfini til HBO Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júlí 2016 17:16 Jack Stone og Naz eru aðalpersónur í nýrri þáttaröð úr smiðju HBO. The Night Of, nýir þættir úr smiðju HBO sem hófu göngu sína í gær, hafa fengið mikil og góð viðbrögð gagnrýnenda vestanhafs. Þættirnir eru hugarsmíð James Gandolfini, sem er titlaður einn framleiðenda þáttanna þrátt fyrir að hafa látist fyrir þremur árum. Þættirnir áttu að vera endurkoma James Gandolfini til HBO þar sem hann öðlaðist frægð sína sem mafíósinn Tony Soprano, úr samnefndum þáttum. Örlögin höguðu því þannig að Gandolfini náði aðeins einum tökudegi á The Night Of áður en hann lést úr hjartaáfalli í júní 2013.Sjá einnig: James Gandolfini látinn Þáttunum er lýst sem ástríðuverkefni Gandolfinis, en hann átti sjálfur að leika eitt aðalhlutverkanna, lögfræðinginn Jack Stone. Við fráfall Gandolfinis var Robert De Niro orðaður við hlutverk lögfræðingsins, en það er John Turturro sem fer með hlutverkið. Miðað við gagnrýni miðla á borð við Telegraph, LA Times og Entertainment Weekly virðist óhætt að fullyrða að hann geri það stórkostlega.Sjá einnig: De Niro tekur við hlutverki GandolfiniJames Gandolfini, fremstur, í hlutverk Tony Soprano.Þættirnir eru endurgerð af bresku þáttunum Criminal Justice, sem BBC framleiddi árið 2008. Sagan hefst á því að Naz, lýst sem góðum syni og duglegum nemanda, er boðið í partý. Hann ætlar að fá far með vini sínum, sem kemur aldrei svo hann tekur ákvörðun um að fá lánaðan leigubíl föður síns. Án þess að spyrja um leyfi. Naz nemur staðar við stöðvunarskyldu þegar stúlka sest upp í aftursætið á leigubílnum og biður hann að keyra niður að strönd. Til að gera langa sögu stutta taka þau saman E-pillur, kókaín, spila hættulegan leik með hníf og sofa saman. Daginn eftir vaknar Naz og man lítið frá kvöldinu áður. Hann gengur inn í svefnherbergi stúlkunnar, þar sem hann finnur hana liggjandi í blóði sínu. Eftir ótrúlega atburðarrás er Naz grunaður um morðið og áhorfendur fylgjast með honum sökkva dýpra og dýpra inn í helsjúkt réttarkerfi í Bandaríkjunum. Umfjöllunarefni þáttanna mætti ef til vill líkja við þáttaraðir á borð við Making A Murderer og hlaðvarpið Serial sem notið hafa gríðarlegra vinsælda undanfarið, en þar er hulunni svipt af meingölluðu réttarkerfi vestanhafs líkt og virðist stefna í í þáttunum The Night Of. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og er fyrsti þátturinn á dagskrá í kvöld. Hér má sjá stiklu. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
The Night Of, nýir þættir úr smiðju HBO sem hófu göngu sína í gær, hafa fengið mikil og góð viðbrögð gagnrýnenda vestanhafs. Þættirnir eru hugarsmíð James Gandolfini, sem er titlaður einn framleiðenda þáttanna þrátt fyrir að hafa látist fyrir þremur árum. Þættirnir áttu að vera endurkoma James Gandolfini til HBO þar sem hann öðlaðist frægð sína sem mafíósinn Tony Soprano, úr samnefndum þáttum. Örlögin höguðu því þannig að Gandolfini náði aðeins einum tökudegi á The Night Of áður en hann lést úr hjartaáfalli í júní 2013.Sjá einnig: James Gandolfini látinn Þáttunum er lýst sem ástríðuverkefni Gandolfinis, en hann átti sjálfur að leika eitt aðalhlutverkanna, lögfræðinginn Jack Stone. Við fráfall Gandolfinis var Robert De Niro orðaður við hlutverk lögfræðingsins, en það er John Turturro sem fer með hlutverkið. Miðað við gagnrýni miðla á borð við Telegraph, LA Times og Entertainment Weekly virðist óhætt að fullyrða að hann geri það stórkostlega.Sjá einnig: De Niro tekur við hlutverki GandolfiniJames Gandolfini, fremstur, í hlutverk Tony Soprano.Þættirnir eru endurgerð af bresku þáttunum Criminal Justice, sem BBC framleiddi árið 2008. Sagan hefst á því að Naz, lýst sem góðum syni og duglegum nemanda, er boðið í partý. Hann ætlar að fá far með vini sínum, sem kemur aldrei svo hann tekur ákvörðun um að fá lánaðan leigubíl föður síns. Án þess að spyrja um leyfi. Naz nemur staðar við stöðvunarskyldu þegar stúlka sest upp í aftursætið á leigubílnum og biður hann að keyra niður að strönd. Til að gera langa sögu stutta taka þau saman E-pillur, kókaín, spila hættulegan leik með hníf og sofa saman. Daginn eftir vaknar Naz og man lítið frá kvöldinu áður. Hann gengur inn í svefnherbergi stúlkunnar, þar sem hann finnur hana liggjandi í blóði sínu. Eftir ótrúlega atburðarrás er Naz grunaður um morðið og áhorfendur fylgjast með honum sökkva dýpra og dýpra inn í helsjúkt réttarkerfi í Bandaríkjunum. Umfjöllunarefni þáttanna mætti ef til vill líkja við þáttaraðir á borð við Making A Murderer og hlaðvarpið Serial sem notið hafa gríðarlegra vinsælda undanfarið, en þar er hulunni svipt af meingölluðu réttarkerfi vestanhafs líkt og virðist stefna í í þáttunum The Night Of. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og er fyrsti þátturinn á dagskrá í kvöld. Hér má sjá stiklu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira