Stærð og dýpt jökullóna á kort Þórgnýr Albertsson skrifar 12. júlí 2016 07:00 Fjölmarga jaka, brot úr jöklinum, má sjá í Jökulsárlóni við Breiðamerkurjökul. Visir/Valli Rannsóknarhópur á vegum Háskóla Íslands undir forystu Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings mun í sumar kanna fjallshlíðar umhverfis skriðjökla við sunnanverðan Vatnajökul og Mýrdalsjökul og kortleggja stærð og dýpi jökullóna sem eru að myndast fyrir framan þá. Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á þá staði þar sem þær aðstæður gætu myndast að brattar fjallshlíðar gætu hugsanlega hrunið ofan í jökullón og jafnvel orsakað flóðbylgjur. Tvö vel þekkt dæmi eru um slík hrun. Annars vegar á Morsárjökli árið 2007 og hins vegar á Steinsholtsjökli árið 1967. Berghrunið á Morsárjökli stöðvaðist á jöklinum sjálfum en á Steinsholtsjökli féll berghrunið að hluta ofan í jökullón og orsakaði flóðbylgju sem flæddi niður dalinn. „Kortlagningin byggir á því að meta þá staði þar sem þessar aðstæður gætu hugsanlega verið að myndast,“ segir Þorsteinn. Hann segir enn fremur mikilvægt að kortleggja botn lónanna til að hægt sé að reikna út rúmmál vatnsins sem í þeim er.Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur„Jökullón myndast fyrir framan jökulsporða þegar jökulhörfunin er hraðari en sem nemur framburði jökulsins í lónið. Við það myndast dæld fyrir framan jökulsporðinn sem fyllist af leysingavatni og með tímanum myndast lón. Við þær aðstæður byrjar frambrún jökulsins að brotna upp og eykur það á hörfun hans,“ segir Þorsteinn. Gott dæmi um slíkt er Jökulsárlón. Myndun jökullóna segir Þorsteinn ekki nýja af nálinni. „Staðan er hins vegar sú að jökullón eru að myndast fyrir framan nánast alla skriðjökla sem segir okkur að jökulhörfun er mjög hröð.“ Aðstæður líkar því sem voru við Steinsholtsjökul fyrir nærri fimmtíu árum eru að myndast víða og segir Þorsteinn því mikilvægt að kortleggja lónin og fylgjast vel með hlíðum fjalla umhverfis skriðjöklana og jökullónin. Þau lón sem mæld hafa verið eru nokkuð djúp. Til að mynda er lónið fyrir framan Sólheimajökul sem hefur verið að myndast frá árinu 2010 orðið 0,4 ferkílómetrar að flatarmáli og sextíu metra djúpt við jökuljaðarinn. Vatnsmagnið í lóninu nemur nú um 4.800 Vesturbæjarlaugum. Frumniðurstöður rannsóknarinnar, sem styrktar eru af Háskóla Íslands, Vinum Vatnajökuls og Orkurannsóknasjóði verða kynntar næstkomandi vetur en að sögn Þorsteins er brýnt að fá fjármagn í auknar rannsóknir á komandi árum til að fylgjast með því hvað sé að gerast í hinu stórbrotna og síbreytilega umhverfi skriðjökla landsins. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
Rannsóknarhópur á vegum Háskóla Íslands undir forystu Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings mun í sumar kanna fjallshlíðar umhverfis skriðjökla við sunnanverðan Vatnajökul og Mýrdalsjökul og kortleggja stærð og dýpi jökullóna sem eru að myndast fyrir framan þá. Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á þá staði þar sem þær aðstæður gætu myndast að brattar fjallshlíðar gætu hugsanlega hrunið ofan í jökullón og jafnvel orsakað flóðbylgjur. Tvö vel þekkt dæmi eru um slík hrun. Annars vegar á Morsárjökli árið 2007 og hins vegar á Steinsholtsjökli árið 1967. Berghrunið á Morsárjökli stöðvaðist á jöklinum sjálfum en á Steinsholtsjökli féll berghrunið að hluta ofan í jökullón og orsakaði flóðbylgju sem flæddi niður dalinn. „Kortlagningin byggir á því að meta þá staði þar sem þessar aðstæður gætu hugsanlega verið að myndast,“ segir Þorsteinn. Hann segir enn fremur mikilvægt að kortleggja botn lónanna til að hægt sé að reikna út rúmmál vatnsins sem í þeim er.Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur„Jökullón myndast fyrir framan jökulsporða þegar jökulhörfunin er hraðari en sem nemur framburði jökulsins í lónið. Við það myndast dæld fyrir framan jökulsporðinn sem fyllist af leysingavatni og með tímanum myndast lón. Við þær aðstæður byrjar frambrún jökulsins að brotna upp og eykur það á hörfun hans,“ segir Þorsteinn. Gott dæmi um slíkt er Jökulsárlón. Myndun jökullóna segir Þorsteinn ekki nýja af nálinni. „Staðan er hins vegar sú að jökullón eru að myndast fyrir framan nánast alla skriðjökla sem segir okkur að jökulhörfun er mjög hröð.“ Aðstæður líkar því sem voru við Steinsholtsjökul fyrir nærri fimmtíu árum eru að myndast víða og segir Þorsteinn því mikilvægt að kortleggja lónin og fylgjast vel með hlíðum fjalla umhverfis skriðjöklana og jökullónin. Þau lón sem mæld hafa verið eru nokkuð djúp. Til að mynda er lónið fyrir framan Sólheimajökul sem hefur verið að myndast frá árinu 2010 orðið 0,4 ferkílómetrar að flatarmáli og sextíu metra djúpt við jökuljaðarinn. Vatnsmagnið í lóninu nemur nú um 4.800 Vesturbæjarlaugum. Frumniðurstöður rannsóknarinnar, sem styrktar eru af Háskóla Íslands, Vinum Vatnajökuls og Orkurannsóknasjóði verða kynntar næstkomandi vetur en að sögn Þorsteins er brýnt að fá fjármagn í auknar rannsóknir á komandi árum til að fylgjast með því hvað sé að gerast í hinu stórbrotna og síbreytilega umhverfi skriðjökla landsins. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Formaður Bændasamtakanna segir landbúnaðarráðuneytið ekki hafa haft nægilega sterkt umboð Alþingis þegar ráðist var í gerð búvörusamninga. Miklar breytingar Alþingis kalli á nýjar samningaviðræður. 12. júlí 2016 07:00