Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis Una Sighvatsdóttir skrifar 19. júlí 2016 19:13 Hinar pólitísku hreinsanir í Tyrklandi teygja sig víða og nú hefur yfir 15 þúsund kennurum verið vikið frá störfum, til viðbótar við þúsundir lögreglumanna og dómara og fjöldahandtökur hermanna. Þá hefur starfsleyfi 24 útvarps- og sjónvarpsstöðva verið afturkallað, allt vegna meintra tengsla við klerkinn Fethullah Gulen sem er höfuðandstæðingur Ergodan forseta. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í dag valdaránstilraunina en lýsti um leið áhyggjum yfir framferði tyrkneskra stjórnvalda og sagði Ravina Shamdasani, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ, að hreinsanir í stétt dómara og tilviljanakenndar handtökur veki ugg.Áður daðrað við einræði Erdogan hefur áður verið þekktur að því að daðra við einræði með því að virða hvorki tjáningarfrelsi né borgararéttindi. Ármann Snævarr stjórnmálafræðingur, sem fylgst hefur náið með tyrkneskum stjórnmálum, segist þó hika við að kalla hann einræðisherra fullum fetum, í ljósi þess að hann hefur lýðræðislegt umboð eftir kosningar. „En það er engin spurning um að hann er á ákveðinni vegferð í því að gera Tyrkland að einræðisríki, segir Ármann. Hann telur allar líkur á því að Erdogan nýti sterkari stöðu sína nú eftir valdaránstilraunina til að sverja sig enn frekar úr ætt við lýðræðið. „Ég held að það sé líklegt að hann muni gera það og hann sagði nú einhvern tíma um lýðræðið að það væri eins og strætó sem maður stígur upp í og svo þegar maður er kominn á áfangastað þá stígur maður niður aftur. Ég held að það lýsi hans hugsunarhætti afskaplega vel."De facto forsetaræði þótt stjórnarskráin segi annað Erdogan varð forseti þegar hann hafði setið eins lengi sem forsætisráðherra og lög leyfðu og hefur síðustu misseri unnið að því að koma á formlegu forsetaræði í Tyrklandi. De facto má þó segja sé þingræðið varla nema í orði. „Í raun held ég að það yrði ekki það mikil breyting því þó hann vilji fá þetta ákveðna lögmæti sem hann myndi fá þá er reyndin sú að það er forsetaræði í Tyrklandi í dag. Það er einn maður sem ræður mestu og það eru alveg dæmi um það að hann hefur verið að halda ríkisstjórnarfundi undir sinni leiðsögn. Það er ekki eitthvað sem þekkist almennt í þingræði," segir Ármann. Talsmaður forsetans sagði í dag að formleg krafa um afsal Fethullah Gulens frá Bandaríkjunum sé í undirbúningi. Þá hét forsætisráðherrann því að þeir sem stóðu að valdaráninu verði sóttir til saka innan ramma laga og mannréttinda, en umheimurinn býður þess nú að sjá hvort staðið verði við það þegar réttarhöld hefjast. Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hinar pólitísku hreinsanir í Tyrklandi teygja sig víða og nú hefur yfir 15 þúsund kennurum verið vikið frá störfum, til viðbótar við þúsundir lögreglumanna og dómara og fjöldahandtökur hermanna. Þá hefur starfsleyfi 24 útvarps- og sjónvarpsstöðva verið afturkallað, allt vegna meintra tengsla við klerkinn Fethullah Gulen sem er höfuðandstæðingur Ergodan forseta. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í dag valdaránstilraunina en lýsti um leið áhyggjum yfir framferði tyrkneskra stjórnvalda og sagði Ravina Shamdasani, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ, að hreinsanir í stétt dómara og tilviljanakenndar handtökur veki ugg.Áður daðrað við einræði Erdogan hefur áður verið þekktur að því að daðra við einræði með því að virða hvorki tjáningarfrelsi né borgararéttindi. Ármann Snævarr stjórnmálafræðingur, sem fylgst hefur náið með tyrkneskum stjórnmálum, segist þó hika við að kalla hann einræðisherra fullum fetum, í ljósi þess að hann hefur lýðræðislegt umboð eftir kosningar. „En það er engin spurning um að hann er á ákveðinni vegferð í því að gera Tyrkland að einræðisríki, segir Ármann. Hann telur allar líkur á því að Erdogan nýti sterkari stöðu sína nú eftir valdaránstilraunina til að sverja sig enn frekar úr ætt við lýðræðið. „Ég held að það sé líklegt að hann muni gera það og hann sagði nú einhvern tíma um lýðræðið að það væri eins og strætó sem maður stígur upp í og svo þegar maður er kominn á áfangastað þá stígur maður niður aftur. Ég held að það lýsi hans hugsunarhætti afskaplega vel."De facto forsetaræði þótt stjórnarskráin segi annað Erdogan varð forseti þegar hann hafði setið eins lengi sem forsætisráðherra og lög leyfðu og hefur síðustu misseri unnið að því að koma á formlegu forsetaræði í Tyrklandi. De facto má þó segja sé þingræðið varla nema í orði. „Í raun held ég að það yrði ekki það mikil breyting því þó hann vilji fá þetta ákveðna lögmæti sem hann myndi fá þá er reyndin sú að það er forsetaræði í Tyrklandi í dag. Það er einn maður sem ræður mestu og það eru alveg dæmi um það að hann hefur verið að halda ríkisstjórnarfundi undir sinni leiðsögn. Það er ekki eitthvað sem þekkist almennt í þingræði," segir Ármann. Talsmaður forsetans sagði í dag að formleg krafa um afsal Fethullah Gulens frá Bandaríkjunum sé í undirbúningi. Þá hét forsætisráðherrann því að þeir sem stóðu að valdaráninu verði sóttir til saka innan ramma laga og mannréttinda, en umheimurinn býður þess nú að sjá hvort staðið verði við það þegar réttarhöld hefjast.
Tengdar fréttir Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45 Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fimmtán þúsund starfsmönnum menntakerfis Tyrklands vikið úr starfi Hreinsanir forsetans standa enn yfir eftir valdaránstilraunina á föstudag. 19. júlí 2016 15:45
Versta valdaránið Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. 18. júlí 2016 13:06
Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00
Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33
6000 handteknir í Tyrklandi: Erdogan útilokar ekki að beita dauðarefsingunni Í Tyrklandi hefur verið sett fram sú krafa að þeir verði teknir af lífi án dóms og laga. 17. júlí 2016 13:20