Lífið

Frönsku stuðningsmennirnir stóðu heiðursvörð fyrir þá íslensku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Strákarnir okkar fagna með bláa hafinu á Stade de France í kvöld.
Strákarnir okkar fagna með bláa hafinu á Stade de France í kvöld. vísir/epa
Stuðningsmenn franska landsliðsins kunna vel að meta íslensku stuðningsmennina ef marka má myndband sem birt var á Twitter í kvöld og sýnir Frakkana standa heiðursvörð við einn af útgöngum Stade de France fyrir Íslendingum.Þeir frönsku klappa þeim íslensku lof í lófa en frammistaða íslensku stuðningsmannanna á mótinu hefur vakið athygli víða um heim, líkt og frammistaða íslenska landsliðsins sem datt úr keppni í kvöld þegar það laut í lægra haldi fyrir Frökkum, 5-2.Myndband af þessu fallega augnabliki á Stade de France má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.