Innlent

Allt að helmingur meðlagsgreiðenda á vanskilaskrá

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fjöldi meðlagsgreiðenda á vanskilaskrá vegna skulda við Innheimtustofnun nemur nú þrjátíu prósent.
Fjöldi meðlagsgreiðenda á vanskilaskrá vegna skulda við Innheimtustofnun nemur nú þrjátíu prósent. Vísir/Vilhelm
Samtök umgengnisforeldra áætla að allt að fimmtíu prósent meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá. Framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra segist efins um tillögur innanríkisráðherra að frumvarpi um skipta búsetu barna sem lagt verður fyrir þingið í haust. Samtök umgengnisforeldra og Félag um foreldrajafnrétti fagna því að húsnæðisbótum verði nú skipt milli foreldra.



Gunnar Kristinn Þórðarson. Mynd/Gunnar Kristinn Þórðarson
Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Creditinfo hefur fjöldi meðlagsgreiðenda á vanskilaskrá vegna skulda við Innheimtustofnun fjölgað og nemur nú þrjátíu prósent. Ef fjöldi meðlagsgreiðenda sem er á vanskilaskrá vegna skulda við einkaaðila er sá sami og árið 2012 má gera ráð fyrir að fjöldi meðlagsgreiðenda á vanskilaskrá sé kominn yfir fimmtíu prósent.

„Það er margt sem veldur þessu. Það er meðal annars aukin þátttaka feðra í uppeldi barna. Árið 2008 var fjórðungur nýskilinna með helmings umgengni og má áætla að það hlutfall hafi aukist talsvert. Síðan eru það meðlög sem eru íþyngjandi þar sem þau eru greidd eftir skatta," segir Gunnar Kristinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra. 

Gunnar segir stórt skref tekið í nýjum húsnæðisbótalögum. „Við erum hins vegar efins um tillögur innanríkisráðherra því lögheimilisforeldri verður að samþykkja breytingarnar. Þó það sé vissulega einhver réttarbót í þeim fyrir þá foreldra sem eru með gott samkomulag þykir okkur óraunhæft og ómaklegt að annað foreldrið afsali sér lögbundnum réttindum. Ef skilnaðarforeldrar vilja skipta öllu jöfnu þá þurfa þeir ekki svona lög. Við viljum frekar sjá danska fyrirkomulagið þar sem skattaafsláttur er gefinn með hverju greiddu meðlagi." 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×