Innlent

Umgengnisforeldrar fá húsnæðisbætur

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frumvarp Eyglóar Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðisbætur handa umgengisforeldrum hefur verið samþykkt.
Frumvarp Eyglóar Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðisbætur handa umgengisforeldrum hefur verið samþykkt. Vísir
Félagið Foreldrajafnrétti fagnar því að frumvarp Eyglóar Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðisbætur handa umgengisforeldrum hafi verið samþykkt. Húsnæðisfrumvörp Eyglóar voru samþykkt á Alþingi þann 2. júní, en frumvarpið tryggir báðum heimilum skilnaðarbarna húsnæðisbætur.

Um er að ræða mikla réttarbót handa skilnaðarbörnum og umgengnisforeldrum segir í tilkynningu Foreldrajafnréttis um málið. Félagið fagnar frumkvæði Eyglóar og eftirfylgni. 

Áður hafa einungis lögheimilisforeldrar fengið húsnæðisbæturnar, óháð umgengni barnsins við hitt foreldrið.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, mun á næstunni leggja fyrir á Alþingi frumvarp um skipta búsetu barna. Það er von Foreldrajafnréttis að frumvarp Ólafar gangi út frá hagsmunum skilnaðarbarna en ekki út frá hagsmunum lögheimilisforeldra. Bætur og meðlagsgreiðslur eigi að tilheyra börnum en ekki lögheimilisforeldrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×