Blaðamaður The New Yorker: Andri Snær eins og ungur Woody Allen og Halla holdgervingur einlægninnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2016 16:45 Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir sem bæði voru í framboði til forseta Íslands. vísir/hanna Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi minnir Adam Gopnik, einn reyndasta blaðamann tímaritsins The New Yorker, á ungan Woody Allen. Þá segir Gopnik að Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sé einlægasta manneskja sem hann hafi séð. Hún sé eins og lifandi emoji-karl sem táknar einlægni, og þar með eins konar holdgervingur einlægninnar. Gopnik kom hingað til lands í tengslum við forsetakosningarnar í júní og skrifar afar áhugaverða grein um ferðina sem lesa má á vefsíðu The New Yorker. Eitt af því skemmtilegasta við greinina eru mannlýsingar Gopnik enda hefur hann ef til vill nokkuð aðra sýn á frambjóðendur heldur en hinn venjulegi Íslendingur.Hæð Guðna áhrifameiri í sjónvarpi Þannig nefnir Gopnik að honum þykja sérstaklega athyglisvert að fræðimaður á borð við sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson, sem hafi haft það að atvinnu að afbyggja ýmsar viðteknar hugmyndir um sögu þjóðarinnar, hafi átt möguleika á sigri í forsetakosningum, og á endanum unnið. Gopnik er tíðrætt um hversu hávaxinn Guðni er en blaðamaðurinn horfði á kappræður RÚV að kvöldi kjördags: „Hæð Guðna er jafnvel áhrifameiri í sjónvarpi en þegar maður hittir hann í eigin persónu, þó að þetta stöðuga augnaráð sem gerir hann svo traustvekjandi virðist fast á honum núna,“ segir Gopnik í grein sinni.Davíð Oddson eins og norskt 19. aldar ljóðskáld Yfir kappræðunum upplifir hann líka Höllu sem þessa ofureinlægu manneskju: „Halla var einlægasta manneskja sem ég hef séð, lifandi emoji-karl sem táknar einlægni: hún hallaði höfðinu aðeins til hliðar og andlitið fullkomin jafna af hlýju brosi og áhyggjufullum en umhyggjusömum svip. Hún útskýrði að hún væri bara dóttir pípara að bjóða sig fram til forseta. Mér leið pínu óþægilega.“ Þá segir Gopnik að í sjónvarpinu hafi Davíð Oddsson minnt sig á norskt 19. aldar leikskáld með grátt hárið greitt aftur og dapran svip. Gopnik lýsir síðan heimsókn sinni heim til Andra Snæs sem býr í Vogahverfinu í Reykjavík og tekur fram að þetta hafi verið eini staðurinn þar sem honum var ekki boðið kaffi. Gopnik rekur spjall þeirra: „„Forsetinn gæti verið hlutverk fyrir einhvern sem er skapandi,“ sagði Andri Snær hlæjandi. Hann er venjulega með lymskulegan, afsakaðu-mig svip á andlitinu, eins og ungur Woody Allen,““ segir Gopnik um Andra Snæ.Grein Gopnik má lesa í heild sinni hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00 "Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi minnir Adam Gopnik, einn reyndasta blaðamann tímaritsins The New Yorker, á ungan Woody Allen. Þá segir Gopnik að Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sé einlægasta manneskja sem hann hafi séð. Hún sé eins og lifandi emoji-karl sem táknar einlægni, og þar með eins konar holdgervingur einlægninnar. Gopnik kom hingað til lands í tengslum við forsetakosningarnar í júní og skrifar afar áhugaverða grein um ferðina sem lesa má á vefsíðu The New Yorker. Eitt af því skemmtilegasta við greinina eru mannlýsingar Gopnik enda hefur hann ef til vill nokkuð aðra sýn á frambjóðendur heldur en hinn venjulegi Íslendingur.Hæð Guðna áhrifameiri í sjónvarpi Þannig nefnir Gopnik að honum þykja sérstaklega athyglisvert að fræðimaður á borð við sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson, sem hafi haft það að atvinnu að afbyggja ýmsar viðteknar hugmyndir um sögu þjóðarinnar, hafi átt möguleika á sigri í forsetakosningum, og á endanum unnið. Gopnik er tíðrætt um hversu hávaxinn Guðni er en blaðamaðurinn horfði á kappræður RÚV að kvöldi kjördags: „Hæð Guðna er jafnvel áhrifameiri í sjónvarpi en þegar maður hittir hann í eigin persónu, þó að þetta stöðuga augnaráð sem gerir hann svo traustvekjandi virðist fast á honum núna,“ segir Gopnik í grein sinni.Davíð Oddson eins og norskt 19. aldar ljóðskáld Yfir kappræðunum upplifir hann líka Höllu sem þessa ofureinlægu manneskju: „Halla var einlægasta manneskja sem ég hef séð, lifandi emoji-karl sem táknar einlægni: hún hallaði höfðinu aðeins til hliðar og andlitið fullkomin jafna af hlýju brosi og áhyggjufullum en umhyggjusömum svip. Hún útskýrði að hún væri bara dóttir pípara að bjóða sig fram til forseta. Mér leið pínu óþægilega.“ Þá segir Gopnik að í sjónvarpinu hafi Davíð Oddsson minnt sig á norskt 19. aldar leikskáld með grátt hárið greitt aftur og dapran svip. Gopnik lýsir síðan heimsókn sinni heim til Andra Snæs sem býr í Vogahverfinu í Reykjavík og tekur fram að þetta hafi verið eini staðurinn þar sem honum var ekki boðið kaffi. Gopnik rekur spjall þeirra: „„Forsetinn gæti verið hlutverk fyrir einhvern sem er skapandi,“ sagði Andri Snær hlæjandi. Hann er venjulega með lymskulegan, afsakaðu-mig svip á andlitinu, eins og ungur Woody Allen,““ segir Gopnik um Andra Snæ.Grein Gopnik má lesa í heild sinni hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00 "Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Elísabet Jökulsdóttir segist líða eins og regnboga eftir forsetakosningarnar á laugardag. Andri Snær Magnason ætlar að pakka jakkafötunum en Davíð Oddsson hefur engar áhyggjur af því að hafa skaðast í kosningunum. 27. júní 2016 07:00
"Ég mætti vera kona“ Andri Snær Magnason segir að hann hefði getað gert ýmislegt öðruvísi. 26. júní 2016 00:54
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent