Forsetaáskorun Vísis: Vill að Tom Hanks leiki sig í bíómynd um ævi sína Nanna Elísa Jakobsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 22. júní 2016 13:00 Guðni Th. Jóhannsson er frambjóðandi til embættis forseta Íslands. Vísir Guðni Th. Jóhannsson sagnfræðingur hefur tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur en segir nú tíma hraðaksturs í sínu lífi liðinn. Hann hefur aldrei reykt en fær sér stundum vín með góðum mat. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Guðna við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Guðni Th. tekur nú við keflinu og gefur lesendum Vísis innsýn inn í sinn hugarheim.Haltu á ketti! Guðni er kattamaður.Vísir/GettyHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þessi er alltof erfið. Kannski bara garðurinn heima í góðu veðri, fullur af krökkum og fjöri.Hundar eða kettir? Kettir.Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Fæðingar barnanna minna fimm.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pönnusteikt bleikja.Erkitöffarinn Morgan Freeman lék annað aðalhlutverkanna í Shawshank Redemption en það er einmitt uppáhalds mynd Guðna.Vísir/GettyHvernig bíl ekur þú?Toyota Previa 2003.Besta minningin?Skemmtilegar stundir með pabba, mömmu og bræðrum mínum. Til dæmis ferðalög um landið að sumarlagi. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, en ég hef tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur. Það kemur ekki fyrir aftur. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég hef sært vini eða ættingja. Og svo voru þessar hraðasektir.Reykir þú? Nei, ég hef aldrei reykt.Uppáhalds drykkur (áfengur)? Hvítvíns- eða rauðvínsglas með góðum mat.Uppáhalds bíómynd? The Shawshank Redemption. Uppáhalds tónlistarmaður? Meðlimir Big Country. Það er skosk hljómsveit.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Kvaðning með Skálmöld.Draumaferðalagið? Fara til Parísar að sjá strákana okkar leika til úrslita í EM!Guðni segir að það skrýtnasta sem hann hafi gert sé kannski bara að hafa farið í forsetaframboð.Vísir/GuðniHefur þú migið í saltan sjó?Já, heldur betur. Var eitt sumar á fraktskipi og annað á olíuborpalli. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, kannski að fara í forsetaframboð.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, síðast í þessu viðtali (sjá ofar).Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Líklega þegar Elísa bað mín.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Tom Hanks gæti eflaust gert það með glæsibrag. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Guðni Th. Jóhannsson sagnfræðingur hefur tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur en segir nú tíma hraðaksturs í sínu lífi liðinn. Hann hefur aldrei reykt en fær sér stundum vín með góðum mat. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Guðna við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Guðni Th. tekur nú við keflinu og gefur lesendum Vísis innsýn inn í sinn hugarheim.Haltu á ketti! Guðni er kattamaður.Vísir/GettyHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þessi er alltof erfið. Kannski bara garðurinn heima í góðu veðri, fullur af krökkum og fjöri.Hundar eða kettir? Kettir.Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Fæðingar barnanna minna fimm.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pönnusteikt bleikja.Erkitöffarinn Morgan Freeman lék annað aðalhlutverkanna í Shawshank Redemption en það er einmitt uppáhalds mynd Guðna.Vísir/GettyHvernig bíl ekur þú?Toyota Previa 2003.Besta minningin?Skemmtilegar stundir með pabba, mömmu og bræðrum mínum. Til dæmis ferðalög um landið að sumarlagi. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, en ég hef tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur. Það kemur ekki fyrir aftur. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég hef sært vini eða ættingja. Og svo voru þessar hraðasektir.Reykir þú? Nei, ég hef aldrei reykt.Uppáhalds drykkur (áfengur)? Hvítvíns- eða rauðvínsglas með góðum mat.Uppáhalds bíómynd? The Shawshank Redemption. Uppáhalds tónlistarmaður? Meðlimir Big Country. Það er skosk hljómsveit.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Kvaðning með Skálmöld.Draumaferðalagið? Fara til Parísar að sjá strákana okkar leika til úrslita í EM!Guðni segir að það skrýtnasta sem hann hafi gert sé kannski bara að hafa farið í forsetaframboð.Vísir/GuðniHefur þú migið í saltan sjó?Já, heldur betur. Var eitt sumar á fraktskipi og annað á olíuborpalli. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, kannski að fara í forsetaframboð.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, síðast í þessu viðtali (sjá ofar).Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Líklega þegar Elísa bað mín.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Tom Hanks gæti eflaust gert það með glæsibrag.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00