Hver er maðurinn með skeggið? Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. júní 2016 13:08 Myndir og sjónvarpsviðtöl við Huga hafa birst um allan heim. Vísir/Getty/Einkasafn Einn stuðningsmaður Íslands í Frakklandi hefur hlotið sérstaklega mikla athygli erlendra fjölmiðla. Þetta er enginn annar en Hugi Guðmundsson tónskáld sem hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2014. Hugi er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann býr með eiginkonu og börnum. Hann hefur verið á dönskum listamannalaunum síðustu ár og hefur nýlokið við að semja óperuna Hamlet in Absentia sem frumflutt 16. ágúst í Kastala Hamlet‘s á sérstakri hátíð til heiðurs skáldsins William Shakespeare þar sem í ár eru 400 ár frá dauða hans. Þrátt fyrir að æfingar séu að fara á fullt hefur það ekki verið klassíska tónlistin sem hefur átt hug Huga síðustu vikur, heldur fótboltinn. „Ísland vinnur alltaf 2-1 þegar ég mæti, þannig að ég er að berjast við sjálfan mig um að reyna komast á leikinn á sunnudaginn,“ segir Hugi sem undirbýr að yfirgefa Nice í dag. „Þetta er þvílíkt ævintýri. Maður er enn að kippa sig í höndina.“Í fréttum um allan heimHugi ákvað að lita sítt skegg sitt í fánalitunum fyrir leikinn á móti Austurríki. Síðan þá hefur hann verið stoppaður á tveggja metra fresti í Frakklandi til þess að láta taka af sér mynd. Bæði Reuters fréttastofan og Getty hafa sett myndir af honum á gagnabanka sína og rússneskar og norskar sjónvarpsstöðvar sáu ástæðu til þess að taka við hann viðtal. Einnig tók Reuters við hann stutt sjónvarpsviðtal í kjölfar myndatöku en sú fréttastofa birtir fréttir um allan heim. Einnig sá verðandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ástæðu til þess að stoppa við og láta smella af sér einni mynd með tónskáldinu fyrir utan leikvanginn í Nice.Birkir tæklar Rashford.vísir/gettyBirkir skaut hattinn af HugaHugi lenti í skemmtilegu atviki í leiknum í gær og fékk boltann óvænt gefið á sig beint af vellinum. „Ég var fyrir aftan annað markið og þegar Íslendingar voru hinum megin lenti ég í því að Birkir Sævarsson átti skot sem fór rétt yfir markið og hann fór beint að mér. Ég rétt náði ég að grípa boltann. Þó ekki betur en svo að hatturinn flaug af mér. Þá er maður inn í leiknum!“ Hugi vonast til að finna leið til þess að komast á leikinn á sunnudag. Ef ekki þá er hann staðráðinn í því að komast á fjórðungsúrslitin eftir að Ísland vinnur Frakkland. Eitt er víst, að það yrði ekki slæmt fyrir íslenska stuðningsmannahópinn að hafa annálaðan bjartsýnismann í hópnum. Því miður vantar honum enn miða. Tengdar fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin 2013: Hjaltalín með flestar tilnefningar Lestu tilnefningarnar í heild sinni hér á Vísi. Hjaltalín, Mammút, Emilíana Torrini, John Grant, óperan Ragnheiður og SJS Big Band tróna á toppnum. 10. desember 2013 14:15 Hugi Guðmundsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. 2. janúar 2015 17:44 Plötur ársins: Sígild og samtímatónlist Þessar plötur eru tilnefndar í flokki Sílgildrar og samtímatónlistar 22. desember 2008 14:56 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Fleiri fréttir Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Sjá meira
Einn stuðningsmaður Íslands í Frakklandi hefur hlotið sérstaklega mikla athygli erlendra fjölmiðla. Þetta er enginn annar en Hugi Guðmundsson tónskáld sem hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2014. Hugi er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann býr með eiginkonu og börnum. Hann hefur verið á dönskum listamannalaunum síðustu ár og hefur nýlokið við að semja óperuna Hamlet in Absentia sem frumflutt 16. ágúst í Kastala Hamlet‘s á sérstakri hátíð til heiðurs skáldsins William Shakespeare þar sem í ár eru 400 ár frá dauða hans. Þrátt fyrir að æfingar séu að fara á fullt hefur það ekki verið klassíska tónlistin sem hefur átt hug Huga síðustu vikur, heldur fótboltinn. „Ísland vinnur alltaf 2-1 þegar ég mæti, þannig að ég er að berjast við sjálfan mig um að reyna komast á leikinn á sunnudaginn,“ segir Hugi sem undirbýr að yfirgefa Nice í dag. „Þetta er þvílíkt ævintýri. Maður er enn að kippa sig í höndina.“Í fréttum um allan heimHugi ákvað að lita sítt skegg sitt í fánalitunum fyrir leikinn á móti Austurríki. Síðan þá hefur hann verið stoppaður á tveggja metra fresti í Frakklandi til þess að láta taka af sér mynd. Bæði Reuters fréttastofan og Getty hafa sett myndir af honum á gagnabanka sína og rússneskar og norskar sjónvarpsstöðvar sáu ástæðu til þess að taka við hann viðtal. Einnig tók Reuters við hann stutt sjónvarpsviðtal í kjölfar myndatöku en sú fréttastofa birtir fréttir um allan heim. Einnig sá verðandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ástæðu til þess að stoppa við og láta smella af sér einni mynd með tónskáldinu fyrir utan leikvanginn í Nice.Birkir tæklar Rashford.vísir/gettyBirkir skaut hattinn af HugaHugi lenti í skemmtilegu atviki í leiknum í gær og fékk boltann óvænt gefið á sig beint af vellinum. „Ég var fyrir aftan annað markið og þegar Íslendingar voru hinum megin lenti ég í því að Birkir Sævarsson átti skot sem fór rétt yfir markið og hann fór beint að mér. Ég rétt náði ég að grípa boltann. Þó ekki betur en svo að hatturinn flaug af mér. Þá er maður inn í leiknum!“ Hugi vonast til að finna leið til þess að komast á leikinn á sunnudag. Ef ekki þá er hann staðráðinn í því að komast á fjórðungsúrslitin eftir að Ísland vinnur Frakkland. Eitt er víst, að það yrði ekki slæmt fyrir íslenska stuðningsmannahópinn að hafa annálaðan bjartsýnismann í hópnum. Því miður vantar honum enn miða.
Tengdar fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin 2013: Hjaltalín með flestar tilnefningar Lestu tilnefningarnar í heild sinni hér á Vísi. Hjaltalín, Mammút, Emilíana Torrini, John Grant, óperan Ragnheiður og SJS Big Band tróna á toppnum. 10. desember 2013 14:15 Hugi Guðmundsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. 2. janúar 2015 17:44 Plötur ársins: Sígild og samtímatónlist Þessar plötur eru tilnefndar í flokki Sílgildrar og samtímatónlistar 22. desember 2008 14:56 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Fleiri fréttir Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin 2013: Hjaltalín með flestar tilnefningar Lestu tilnefningarnar í heild sinni hér á Vísi. Hjaltalín, Mammút, Emilíana Torrini, John Grant, óperan Ragnheiður og SJS Big Band tróna á toppnum. 10. desember 2013 14:15
Hugi Guðmundsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. 2. janúar 2015 17:44
Plötur ársins: Sígild og samtímatónlist Þessar plötur eru tilnefndar í flokki Sílgildrar og samtímatónlistar 22. desember 2008 14:56