Lífið

María Guðmunds lagði undir sig Prikið

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar plötusnúðurinn María Guðmunds kom fram á skemmtistaðnum Prikið í gærkvöldi. María hóf plötusnúðarferil sinn í sjónvarpsþáttunum Ghetto Betur sem sýndir eru á Stöð 2 og reis beint til hæstu hæða í bransanum. Núverandi fastagestir Priksins bliknuðu þegar María tók í græjurnar og sýndi þeim hvernig málum var háttað „back in da day“ eins og þeir orða það í úthverfunum.

Sjá má klippu af stemmingunni í myndbandi hér að ofan en ljóst er María hefur nú þegar skapað sér sess á meðal goðsagnakenndra íslenskra plötusnúða.

Steindi Jr. hefur sjálfur séð um umboðsmennsku fyrir Maríu og virðist vera nóg um verkefni á næstunni.

Sjá má þau Steinda og Maríu saman í Ghetto Betur í kvöld kl. 19:55 á Stöð 2 en þar keppir lið Breiðholts við lið Flateyjar. Ómissandi skemmtun. 


Tengdar fréttir

5500 manns búnir að sækja Ghetto betur ólöglega

Þætti Steinda Jr., Ghetto betur, hefur oftar en 5.000 sinnum verið halað niður á tveimur vikum. Þátturinn er í fyrsta sæti yfir vinsælustu skrárnar á deilisíðunni deildu.net og talan hækkar stöðugt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×