5500 manns búnir að sækja Ghetto betur ólöglega Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júní 2016 10:00 Steindi Jr mælir með að fólk sleppi einu djammi í mánuði og eyði peningunum frekar í að styðja íslenska dagskrágerð. „Það er reyndar fáránlega ghetto að dánlóda Ghetto betur en íslensk dagskrárgerð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár – en það er mikið að gerast um þessar mundir, t.d. er Stöð 2 að gefa mikið í og stefna fyrirtækisins er að fækka erlendum þáttum og gefa í með þetta íslenska,“segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr., stjórnandi þáttarins Ghetto betur, en fyrsta þætti seríunnar hefur þegar þetta er skrifað verið halað niður 5.304 sinnum frá því að hann var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum – það er með því mesta sem gerist með íslenska sjónvarpsþætti og trónir hann á toppnum á vinsældalista skráadeilisíðunnar Deildu.net. Til samanburðar hefur þáttum 3–5 af Rappi í Reykjavík verið halað niður um það bil 1.600 sinnum á þessari sömu síðu. „Ég geri mér grein fyrir stöðunni, fólk er vant því að dánlóda. Það er normið. En íslenskt efni vex heldur ekki á trjánum, það kostar að búa þetta til. Ef þú fílar stöffið þá áttu að borga fyrir það, ef þú getur. Maður hefur heyrt að ungu fólki finnist dýrt að gerast áskrifandi, en ég er með lausn við því – það væri hægt að sleppa einu djammi í mánuði og þá eruð þið komin með 2–3 mánaða áskrift á móti, og ef það er ómögulegt þá megið þið koma heim til mín að horfa svo lengi sem ég fæ að drekka bjórinn ykkar,“ bætir Steindi við.Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, segir að sömu lög gildi á internetinu og í raunheimum. Vísir/Stefán„Þessar fréttir hryggja mig. Þetta þýðir í rauninni að við þetta minnka möguleikarnir á að jafn frábær sjónvarpsmaður og frumlegur og Steindi Jr. er geti haldið áfram íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi. Þetta er sambærilegt við það að 5.000 manns létu greipar sópa um sælgætisbarinn í Hagkaupum. Þarna er stjórnarskrárvarinn eignarréttur á framleiðslu og þetta gerist og það er ekkert aðhafst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.Hvað viltu sjá gert í niðurhalsmálum? „Það sama og er gert í öðrum gripdeildum. Það er enginn munur. Það er reginmisskilningur sem einhverjir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að það gildi ekki sömu lögmál í netheimum og í mannheimum almennt. Það er einhver boðskapur sem ég skil ekki því að ef það væri raunin – hvað þá með netbankann okkar og önnur netviðskipti? Það er eins og að ef tíðnisviðin, sem um ræðir og eru brottnumin með þessum hætti, eru ekki áþreifanleg og þú getur ekki handfjatlað þau séu þá einskis virði.“ Ghetto betur Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fleiri fréttir „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Sjá meira
„Það er reyndar fáránlega ghetto að dánlóda Ghetto betur en íslensk dagskrárgerð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár – en það er mikið að gerast um þessar mundir, t.d. er Stöð 2 að gefa mikið í og stefna fyrirtækisins er að fækka erlendum þáttum og gefa í með þetta íslenska,“segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr., stjórnandi þáttarins Ghetto betur, en fyrsta þætti seríunnar hefur þegar þetta er skrifað verið halað niður 5.304 sinnum frá því að hann var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum – það er með því mesta sem gerist með íslenska sjónvarpsþætti og trónir hann á toppnum á vinsældalista skráadeilisíðunnar Deildu.net. Til samanburðar hefur þáttum 3–5 af Rappi í Reykjavík verið halað niður um það bil 1.600 sinnum á þessari sömu síðu. „Ég geri mér grein fyrir stöðunni, fólk er vant því að dánlóda. Það er normið. En íslenskt efni vex heldur ekki á trjánum, það kostar að búa þetta til. Ef þú fílar stöffið þá áttu að borga fyrir það, ef þú getur. Maður hefur heyrt að ungu fólki finnist dýrt að gerast áskrifandi, en ég er með lausn við því – það væri hægt að sleppa einu djammi í mánuði og þá eruð þið komin með 2–3 mánaða áskrift á móti, og ef það er ómögulegt þá megið þið koma heim til mín að horfa svo lengi sem ég fæ að drekka bjórinn ykkar,“ bætir Steindi við.Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, segir að sömu lög gildi á internetinu og í raunheimum. Vísir/Stefán„Þessar fréttir hryggja mig. Þetta þýðir í rauninni að við þetta minnka möguleikarnir á að jafn frábær sjónvarpsmaður og frumlegur og Steindi Jr. er geti haldið áfram íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi. Þetta er sambærilegt við það að 5.000 manns létu greipar sópa um sælgætisbarinn í Hagkaupum. Þarna er stjórnarskrárvarinn eignarréttur á framleiðslu og þetta gerist og það er ekkert aðhafst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.Hvað viltu sjá gert í niðurhalsmálum? „Það sama og er gert í öðrum gripdeildum. Það er enginn munur. Það er reginmisskilningur sem einhverjir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að það gildi ekki sömu lögmál í netheimum og í mannheimum almennt. Það er einhver boðskapur sem ég skil ekki því að ef það væri raunin – hvað þá með netbankann okkar og önnur netviðskipti? Það er eins og að ef tíðnisviðin, sem um ræðir og eru brottnumin með þessum hætti, eru ekki áþreifanleg og þú getur ekki handfjatlað þau séu þá einskis virði.“
Ghetto betur Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fleiri fréttir „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Sjá meira