Lífið

Andri Snær „á heimavelli“ á Secret Solstice

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Hanna
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi með meiru, er nú staddur á tónleikum Radiohead þar sem blaðamenn rákust á hann. Andri segist vera mikill og tryggur Radiohead aðdáandi og aðdáun hans hafi náð mestum hæðum með útgáfu plötunnar Kid a. Eitt sinn dreymdi hann að hann spilaði á bassa á Radiohead.

Þetta er í fyrsta sinn sem hann fer á tónleika með Radiohead, en Thom Yorke og Björk gerðu lag fyrir mynd Andra, Draumalandið. Andri segist hafa farið áður á Secret Solstice og þar sé hann á heimavelli.

Andri Snær segist mjög vongóður fyrir tónleikana og að hann vonist til þess að fara aðeins út úr líkamanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×