Tæp 5 prósent ná ekki leikjum Íslands á EM í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust vegna deilna Símans og Vodafone Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 13:51 4,9 prósent þjóðarinnar ná ekki Sjónvarpi Símans þar sem leikir Íslands á EM verða sýndir frítt. Vísir/Vilhelm Fimm prósent þjóðarinnar munu ekki geta horft á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarpsútsendingu vegna deilna Símans og Vodafone. Síminn er með sýningarrétt á Evrópumótinu og ætlar að sýna leiki Íslands endurgjaldslaust í gegnum frístöðina Sjónvarpi Símans. Síminn er hins vegar ekki með þá stöð á UHF-kerfi Vodafone sem þýðir að 4,9 prósent þjóðarinnar mun ekki ná henni. Bæði RÚV og 365 nota UHF-kerfið fyrir sínar útsendingar, en ekki hafa náðst samningar á milli Vodafone og Símans þess efnis að Sjónvarpi Símans verði dreift í gegnum það kerfi. Síminn segir Sjónvarp Símans vera frístöð og fyrirtækið geti ekki staðið undir því að greiða kostnað upp á tugi milljóna til að fá að komast inn á þetta kerfi en Vodafone segir ekki um háar fjárhæðir að ræða.Strákarnir í karlalandsliði Íslands fagna sigri í Hollandi í undankeppni EM.Vísir/EPAAðrir möguleikar í boði segir Síminn Sjónvarpi Símans er aðeins dreift í gegnum IPTV- og örbylgjukerfi en þau 4,9 prósent þjóðarinnar sem ekki ná því kerfi geta hins vegar keypt sér áskriftarpakka Símans að Evrópumótinu því stöð Símans, Síminn Sport, er dreift á UHF kerfinu en áhorfendur þurfa að borga til að geta séð hana. Þessi hluti þjóðarinnar á þó völ á að geta séð leik Íslands endurgjaldslaust á netinu og í gegnum sjónvarpsöpp en Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir Símann ætla á næstu dögum að kynna fríapp þar sem hægt verður að horfa á leiki Íslands frítt. Vodafone segir Símann vera að spara Vodafone segist í tilkynningu um málið hafa undanfarna mánuði ítrekað boðið Símanum að halda áfram landsdekkandi dreifingu á SkjáEinum, nú Sjónvarpi Símans, á sambærilegum kjörum og samningur milli fyrirtækjanna hefur verið undanfarin ár. „Síminn ákvað hins vegar að kaupa einungis dreifingu um IPTV- og örbylgjukerfi fyrir Sjónvarp Símans, að því er virðist til að spara kostnað, sem takmarkar óneitanlega dreifinguna á landsvísu. Tilboð okkar stendur ennþá, og við vonumst til að mönnum snúist hugur enda ekki um háar fjárhæðir að ræða. Viðburður á borð við EM með þátttöku íslenska landsliðsins er auðvitað einstakur viðburður sem allir landsmenn eiga að geta notið – jafnt í þéttbýli sem og dreifðari byggðum og sumarbústaðnum. Það hlýtur fyrst og síðast að vera á ábyrgð efnisrétthafa að tryggja landsdekkandi dreifingu á slíkum viðburði og ekki hægt stilla því þannig upp að dreifingaraðili gefi þjónustu sína í andstöðu við skyldur um jafnræði við aðra viðskiptavini,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.Eiður Smári Guðjohnsen verður með landsliðinu á EM.vísir/stefánEkki grundvöllur fyrir að greiða svo mikið Gunnhildur Arna hjá Símanum segir fyrirtækið reyna að gera hvað það getur svo þjóðin geti farið öll á EM með Símanum. „Sjónvarp Símans er frístöð sem við afhendum öllum dreifendum sjónvarpsstöðva. Vodafone má dreifa sjónvarpsstöðinni til viðskiptavina sinna eins og þeir kjósa. Við höfum boðið þeim að dreifa um þetta kerfi, UHF, án nokkurs endurgjalds til Símans og við yrðum afar ánægð ef Vodafone kysi að leyfa þessum viðskiptavinum sínum að horfa. En kostnaður fyrir aðgengi á UHF kerfi Vodafone var of hár fyrir Símann. Hann hleypur á tugum milljónum króna fyrir þennan fimm prósenta hóp. Við urðum því að hverfa frá þeirri dreifileið en bendum fólki á að það getur náð frístöðinni í gegnum örbylgju á stöðva númeri 7 sem og á myndlyklum Vodafone og 365 sem og IPTV-kerfið. Svo má sjá þessa leiki í gegnum sjónvarpsöpp og Síminn kynnir á næstu dögum fríapp þar sem horfa má á stöðina. Þeir sem eingöngu vilja nota þetta tiltekna kerfi, UHF kerfið, geta keypt aðgang að mótinu fyrir 6.900 krónur en við viljum minna aðra á að það eru aðrar leiðir eins og að horfa í gegnum netið. Það er enginn skyldugur til að borga þennan pening. Við erum með dreifisamning fyrir Símann Sport en ekki fyrir Sjónvarp Símans því við reiknum með að fá tekjur á móti fyrir sport-stöðina. Fyrir frístöðina koma engar tekjur og þetta er lítill hópur og ekki grundvöllur fyrir því að greiða svona mikið. “ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Fimm prósent þjóðarinnar munu ekki geta horft á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarpsútsendingu vegna deilna Símans og Vodafone. Síminn er með sýningarrétt á Evrópumótinu og ætlar að sýna leiki Íslands endurgjaldslaust í gegnum frístöðina Sjónvarpi Símans. Síminn er hins vegar ekki með þá stöð á UHF-kerfi Vodafone sem þýðir að 4,9 prósent þjóðarinnar mun ekki ná henni. Bæði RÚV og 365 nota UHF-kerfið fyrir sínar útsendingar, en ekki hafa náðst samningar á milli Vodafone og Símans þess efnis að Sjónvarpi Símans verði dreift í gegnum það kerfi. Síminn segir Sjónvarp Símans vera frístöð og fyrirtækið geti ekki staðið undir því að greiða kostnað upp á tugi milljóna til að fá að komast inn á þetta kerfi en Vodafone segir ekki um háar fjárhæðir að ræða.Strákarnir í karlalandsliði Íslands fagna sigri í Hollandi í undankeppni EM.Vísir/EPAAðrir möguleikar í boði segir Síminn Sjónvarpi Símans er aðeins dreift í gegnum IPTV- og örbylgjukerfi en þau 4,9 prósent þjóðarinnar sem ekki ná því kerfi geta hins vegar keypt sér áskriftarpakka Símans að Evrópumótinu því stöð Símans, Síminn Sport, er dreift á UHF kerfinu en áhorfendur þurfa að borga til að geta séð hana. Þessi hluti þjóðarinnar á þó völ á að geta séð leik Íslands endurgjaldslaust á netinu og í gegnum sjónvarpsöpp en Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir Símann ætla á næstu dögum að kynna fríapp þar sem hægt verður að horfa á leiki Íslands frítt. Vodafone segir Símann vera að spara Vodafone segist í tilkynningu um málið hafa undanfarna mánuði ítrekað boðið Símanum að halda áfram landsdekkandi dreifingu á SkjáEinum, nú Sjónvarpi Símans, á sambærilegum kjörum og samningur milli fyrirtækjanna hefur verið undanfarin ár. „Síminn ákvað hins vegar að kaupa einungis dreifingu um IPTV- og örbylgjukerfi fyrir Sjónvarp Símans, að því er virðist til að spara kostnað, sem takmarkar óneitanlega dreifinguna á landsvísu. Tilboð okkar stendur ennþá, og við vonumst til að mönnum snúist hugur enda ekki um háar fjárhæðir að ræða. Viðburður á borð við EM með þátttöku íslenska landsliðsins er auðvitað einstakur viðburður sem allir landsmenn eiga að geta notið – jafnt í þéttbýli sem og dreifðari byggðum og sumarbústaðnum. Það hlýtur fyrst og síðast að vera á ábyrgð efnisrétthafa að tryggja landsdekkandi dreifingu á slíkum viðburði og ekki hægt stilla því þannig upp að dreifingaraðili gefi þjónustu sína í andstöðu við skyldur um jafnræði við aðra viðskiptavini,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.Eiður Smári Guðjohnsen verður með landsliðinu á EM.vísir/stefánEkki grundvöllur fyrir að greiða svo mikið Gunnhildur Arna hjá Símanum segir fyrirtækið reyna að gera hvað það getur svo þjóðin geti farið öll á EM með Símanum. „Sjónvarp Símans er frístöð sem við afhendum öllum dreifendum sjónvarpsstöðva. Vodafone má dreifa sjónvarpsstöðinni til viðskiptavina sinna eins og þeir kjósa. Við höfum boðið þeim að dreifa um þetta kerfi, UHF, án nokkurs endurgjalds til Símans og við yrðum afar ánægð ef Vodafone kysi að leyfa þessum viðskiptavinum sínum að horfa. En kostnaður fyrir aðgengi á UHF kerfi Vodafone var of hár fyrir Símann. Hann hleypur á tugum milljónum króna fyrir þennan fimm prósenta hóp. Við urðum því að hverfa frá þeirri dreifileið en bendum fólki á að það getur náð frístöðinni í gegnum örbylgju á stöðva númeri 7 sem og á myndlyklum Vodafone og 365 sem og IPTV-kerfið. Svo má sjá þessa leiki í gegnum sjónvarpsöpp og Síminn kynnir á næstu dögum fríapp þar sem horfa má á stöðina. Þeir sem eingöngu vilja nota þetta tiltekna kerfi, UHF kerfið, geta keypt aðgang að mótinu fyrir 6.900 krónur en við viljum minna aðra á að það eru aðrar leiðir eins og að horfa í gegnum netið. Það er enginn skyldugur til að borga þennan pening. Við erum með dreifisamning fyrir Símann Sport en ekki fyrir Sjónvarp Símans því við reiknum með að fá tekjur á móti fyrir sport-stöðina. Fyrir frístöðina koma engar tekjur og þetta er lítill hópur og ekki grundvöllur fyrir því að greiða svona mikið. “
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira