Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. júní 2016 09:45 Það var alveg stappað á Innipúkanum í fyrra Vísir/Arnar Bergmann „Þetta er í 15. skiptið sem hátíðin er haldin. Hún hefur farið stækkandi með hverju árinu, það eru æ fleiri sem kjósa að vera í Reykjavík þessa fallegu helgi, verslunarmannahelgina. Hátíðin verður með svipuðu sniði og á síðasta ári, hún verður haldin á Húrra og Gauk á Stöng. Síðan erum við að vinna í að fá að setja upp þetta glæsilega útisvæði sem við höfum verið með síðustu 2 ár. Þar leggjum við grasþökur yfir Naustin og hengjum upp ljós og hljóðkerfi og verðum með útidagskrá á daginn sem er opin fyrir alla. Síðan hefst dagskráin alla daga um átta leytið. Innipúkinn er alltaf framarlega á merinni varðandi að gefa nýjum verkefnum sénsinn að spila í alvöru settöppi og með svona gott utanumhald. Grasrótin fær alltaf góðan hlut í bland við það sem er betur þekkt. Við náum alltaf að skapa nokkuð góðan þverskurð af íslensku tónlistarlífi hverju sinni,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn aðstandenda hátíðarinnar. Fleiri tónlistarmenn munu bætast við síðar – en miðasala hefst í dag og fer fram á Tix.is. Innipúkinn fer fram á Gauknum og Húrra og stendur yfir dagana 29.–31. júlí. Staðfest tónlistarfólk er eftirfarandi:JFDR er sólóverkefni Jófríðar Ákadóttur úr Samaris og Pascal Pinon sem margir bíða spenntir eftir að sjáMynd/AðsendJFDRJófríður úr Samaris og Pascal Pinon spilar líka sóló og er þá undir miklum áhrifum frá R&B tónlist. Hildur Hildur hefur flotið á öldum ljósvakans allt árið og toppaði vinsældalista Rásar 2 í töluverðan tíma með grípandi poppslagaranum sínum I'll Walk with You.GKR Hinn ungi GKR er þekktur fyrir bæði dálæti sitt á morgunmat og skemmtilegri og lifandi sviðsframkomu.Agent Fresco Strákarnir í Agent Fresco gáfu í fyrra út plötuna Destrier sem gagnrýnendur hafa flest allir misst töluvert vatn yfir.Aron Can Þú „þekkir stráginn“ og veist að hann gaf út „mixtape” á dögunum sem gerði allt brjálað.Karó er ung og nett söngkona sem hefur verið að gera það gott.Vísir/Hlynur Snær AndrasonKaró Önnur kornung listakona sem er að gera það gott og skapa aldurskvíða hjá eldri tónlistarmönnum. Karó er að fá yfirgengilega háar hlustunartölur á Spotify.Valdimar Ástsælasti söngvari þjóðarinnar og krúttbangsi.Snorri Helgason Ljúflingurinn Snorri Helgason spilar á hjartastrengi allra í nokkurra kílómetra radíusi.Kött Grá Pjé Kött er trylltur náungi sem fer oft úr fötunum á meðan hann spilar á tónleikum.Emmsjé Gauti Rappara/hjartaknúsarakombóið Gauti verður á svæðinu að deila tilfinningum sínum með áhorfendum. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
„Þetta er í 15. skiptið sem hátíðin er haldin. Hún hefur farið stækkandi með hverju árinu, það eru æ fleiri sem kjósa að vera í Reykjavík þessa fallegu helgi, verslunarmannahelgina. Hátíðin verður með svipuðu sniði og á síðasta ári, hún verður haldin á Húrra og Gauk á Stöng. Síðan erum við að vinna í að fá að setja upp þetta glæsilega útisvæði sem við höfum verið með síðustu 2 ár. Þar leggjum við grasþökur yfir Naustin og hengjum upp ljós og hljóðkerfi og verðum með útidagskrá á daginn sem er opin fyrir alla. Síðan hefst dagskráin alla daga um átta leytið. Innipúkinn er alltaf framarlega á merinni varðandi að gefa nýjum verkefnum sénsinn að spila í alvöru settöppi og með svona gott utanumhald. Grasrótin fær alltaf góðan hlut í bland við það sem er betur þekkt. Við náum alltaf að skapa nokkuð góðan þverskurð af íslensku tónlistarlífi hverju sinni,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn aðstandenda hátíðarinnar. Fleiri tónlistarmenn munu bætast við síðar – en miðasala hefst í dag og fer fram á Tix.is. Innipúkinn fer fram á Gauknum og Húrra og stendur yfir dagana 29.–31. júlí. Staðfest tónlistarfólk er eftirfarandi:JFDR er sólóverkefni Jófríðar Ákadóttur úr Samaris og Pascal Pinon sem margir bíða spenntir eftir að sjáMynd/AðsendJFDRJófríður úr Samaris og Pascal Pinon spilar líka sóló og er þá undir miklum áhrifum frá R&B tónlist. Hildur Hildur hefur flotið á öldum ljósvakans allt árið og toppaði vinsældalista Rásar 2 í töluverðan tíma með grípandi poppslagaranum sínum I'll Walk with You.GKR Hinn ungi GKR er þekktur fyrir bæði dálæti sitt á morgunmat og skemmtilegri og lifandi sviðsframkomu.Agent Fresco Strákarnir í Agent Fresco gáfu í fyrra út plötuna Destrier sem gagnrýnendur hafa flest allir misst töluvert vatn yfir.Aron Can Þú „þekkir stráginn“ og veist að hann gaf út „mixtape” á dögunum sem gerði allt brjálað.Karó er ung og nett söngkona sem hefur verið að gera það gott.Vísir/Hlynur Snær AndrasonKaró Önnur kornung listakona sem er að gera það gott og skapa aldurskvíða hjá eldri tónlistarmönnum. Karó er að fá yfirgengilega háar hlustunartölur á Spotify.Valdimar Ástsælasti söngvari þjóðarinnar og krúttbangsi.Snorri Helgason Ljúflingurinn Snorri Helgason spilar á hjartastrengi allra í nokkurra kílómetra radíusi.Kött Grá Pjé Kött er trylltur náungi sem fer oft úr fötunum á meðan hann spilar á tónleikum.Emmsjé Gauti Rappara/hjartaknúsarakombóið Gauti verður á svæðinu að deila tilfinningum sínum með áhorfendum.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira