Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2025 14:33 Rúnar Hroði nennti ekki að bíða eftir því að aðrir myndu búa til þungarokkshátíð svo hann gerði það sjálfur. Nýstofnaða metal-hátíðin Hellfoss fer fram í Sviðinu í nýjum miðbæ Selfoss helgina 6. til 7. febrúar 2026. Meðal hljómsveita sem koma þar fram eru Misþyrming, Volcanova og Forgarður helvítis auk fjölda annarra. Einkaþjálfarinn Rúnar Hroði Geirmundsson er skipuleggjandi hátíðarinnar en hann ákvað að taka málin í eigin hendur frekar en að bíða eftir því að aðrir myndu auðga grósku metalsenunnar með nýrri metal-hátíð. Rúnar Hroði er fyrrverandi keppandi í kraftlyftingum.Sýn „Þetta hefur tekið nokkra mánuði að púsla saman, en nú er loksins komið að því að opna fyrir miðasöluna. Við ætlum að skapa hátíð með karakter, þar sem tónlistin, menningin og stemningin tala saman,“ segir Rúnar um hátíðina. „Þungarokk er eitthvað sem situr á hakanum og hefur verið undanhaldi á Íslandi síðustu ár. Við eigum frábært tónlistarfólk en tækifærin eru ekki nægilega mörg,“ segir hann. „Í staðinn fyrir að segja alltaf að það þurfi breytingu á þessu og að það vanti fleiri hátíðir, þá ætla ég bara að vera breytingin og láta nýja tónlistarhátíð verða að veruleika, í fallegasta miðbæ landsins.“ Tíu þekktar metal-hljómsveitir munu troða upp á hátíðinni: Misþyrming, Forgarður helvítis, Devine Defilement, Une Misère, Volcanova, Auðn, Mercy Buckets, Show Guilt, Slysh og False Majesty. Fyrir tónleika er gestum boðið að koma saman á Hæðinni fyrir ofan Miðbar í miðbæ Selfoss. Þar verður tattústofa, bíósalur þar sem sýndar verða heimildarmyndir um metal-menningu og sala á hátíðarvarningi frá Handverkshúsinu. Miðasala fyrir hátíðina hefst á hádegi á morgun á Tix.is þar sem er einnig hægt að kynna sér dagskrána betur. Tónleikar á Íslandi Árborg Tónlist Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Einkaþjálfarinn Rúnar Hroði Geirmundsson er skipuleggjandi hátíðarinnar en hann ákvað að taka málin í eigin hendur frekar en að bíða eftir því að aðrir myndu auðga grósku metalsenunnar með nýrri metal-hátíð. Rúnar Hroði er fyrrverandi keppandi í kraftlyftingum.Sýn „Þetta hefur tekið nokkra mánuði að púsla saman, en nú er loksins komið að því að opna fyrir miðasöluna. Við ætlum að skapa hátíð með karakter, þar sem tónlistin, menningin og stemningin tala saman,“ segir Rúnar um hátíðina. „Þungarokk er eitthvað sem situr á hakanum og hefur verið undanhaldi á Íslandi síðustu ár. Við eigum frábært tónlistarfólk en tækifærin eru ekki nægilega mörg,“ segir hann. „Í staðinn fyrir að segja alltaf að það þurfi breytingu á þessu og að það vanti fleiri hátíðir, þá ætla ég bara að vera breytingin og láta nýja tónlistarhátíð verða að veruleika, í fallegasta miðbæ landsins.“ Tíu þekktar metal-hljómsveitir munu troða upp á hátíðinni: Misþyrming, Forgarður helvítis, Devine Defilement, Une Misère, Volcanova, Auðn, Mercy Buckets, Show Guilt, Slysh og False Majesty. Fyrir tónleika er gestum boðið að koma saman á Hæðinni fyrir ofan Miðbar í miðbæ Selfoss. Þar verður tattústofa, bíósalur þar sem sýndar verða heimildarmyndir um metal-menningu og sala á hátíðarvarningi frá Handverkshúsinu. Miðasala fyrir hátíðina hefst á hádegi á morgun á Tix.is þar sem er einnig hægt að kynna sér dagskrána betur.
Tónleikar á Íslandi Árborg Tónlist Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira