Þetta voru fyrstu kynni United af Mourinho Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2016 10:30 José Mourino fagnar fræknum sigri á Old Trafford. vísir/getty José Mourinho var í morgun kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tekur við starfinu af Louis van Gaal sem var rekinn á mánudaginn þrátt fyrir að skila í hús fyrsta bikarmeistaratitli félagsins í tólf ár. Mourinho þekkir vel til á Englandi eins og allir vita en hann stýrði Chelsea í tvígang frá 2004-2008 og aftur frá 2013 byrjun síðasta tímabils. Hann vann ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum og bikarinn einu sinni.Sjá einnig:Mourinho: Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United Portúgalinn var ráðinn stjóri Chelsea eftir að honum tókst það ótrúlega þegar hann gerði Porto að Evrópumeisturum 2004 eftir sigur á Monaco í úrslitaleik. Mourinho hefur á sínum ferli unnið níu landstitla á 16 tímabilum, fjórar bikarkeppnir í fjórum löndum og Meistaradeildina í tvígang með Porto og Inter. Leiðin að þeim Meistaradeildartitlinum með Prto fór í gegnum Old Trafford þar sem Mourinho skaust upp á stjörnuhimininn. Og nú, tólf árum síðar, er hann orðinn knattspyrnustjóri Manchester United.Costinha skorar markið sem kom ferli Mourinho almennilega af stað.vísir/gettyHoward „að þakka“ Porto og United mættust í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2004 og hafði portúgalska liðið betur, 2-1, á heimavelli. Útivallarmark Quinton Fortune virtist þó ætla að reynast United-liðinu dýrmætt því Paul Scholes kom United yfir í heimaleiknum, 1-0, og þannig var staðan fram á síðustu mínútu leiksins. Þá var komið að stundinni sem gerði Mourinho fyrst frægan. Eftir mistök Tim Howard í marki United fylgdi Portúgalinn Costinha eftir aukaspyrnu og skoraði markið sem kom Porto í átta liða úrslitin. Mourinho fagnaði gífurlega og hljóp alla hliðarlínuna að lærisveinum sínum og fagnaði með þeim. Porto skellti svo Lyon í átta liða úrslitum og Deportivo La Coruna í undanúrslitum áður en liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 3-0 sigur á Monaco í úrslitaleiknum. „Við skoruðum á Old Trafford á síðustu mínútunni. Ef við hefðum ekki skorað hefðum við verið úr leik,“ sagði José Mourinho um fagnað fræga í viðtali við heimasíðu UEFA fyrr á þessari leiktíð en myndband af atvikinu má sjá hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United Portúgalinn spenntur fyrir nýju starfi á Old Trafford en hann segist alltaf hafa fundið fyrir tengslum við félagið. 27. maí 2016 09:15 Mourinho búinn að semja við United Er formlega genginn til liðs við Manchester United og hefur skrifað undir samning þess efnis. 27. maí 2016 08:35 Memphis: Þetta var ekki slæmt ár en heldur ekki gott ár Hollenska ungstirnið fær tækifæri til að sanna sig fyrir nýjum knattspyrnustjóra eftir dapra byrjun á Old Trafford. 27. maí 2016 12:00 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
José Mourinho var í morgun kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tekur við starfinu af Louis van Gaal sem var rekinn á mánudaginn þrátt fyrir að skila í hús fyrsta bikarmeistaratitli félagsins í tólf ár. Mourinho þekkir vel til á Englandi eins og allir vita en hann stýrði Chelsea í tvígang frá 2004-2008 og aftur frá 2013 byrjun síðasta tímabils. Hann vann ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum og bikarinn einu sinni.Sjá einnig:Mourinho: Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United Portúgalinn var ráðinn stjóri Chelsea eftir að honum tókst það ótrúlega þegar hann gerði Porto að Evrópumeisturum 2004 eftir sigur á Monaco í úrslitaleik. Mourinho hefur á sínum ferli unnið níu landstitla á 16 tímabilum, fjórar bikarkeppnir í fjórum löndum og Meistaradeildina í tvígang með Porto og Inter. Leiðin að þeim Meistaradeildartitlinum með Prto fór í gegnum Old Trafford þar sem Mourinho skaust upp á stjörnuhimininn. Og nú, tólf árum síðar, er hann orðinn knattspyrnustjóri Manchester United.Costinha skorar markið sem kom ferli Mourinho almennilega af stað.vísir/gettyHoward „að þakka“ Porto og United mættust í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2004 og hafði portúgalska liðið betur, 2-1, á heimavelli. Útivallarmark Quinton Fortune virtist þó ætla að reynast United-liðinu dýrmætt því Paul Scholes kom United yfir í heimaleiknum, 1-0, og þannig var staðan fram á síðustu mínútu leiksins. Þá var komið að stundinni sem gerði Mourinho fyrst frægan. Eftir mistök Tim Howard í marki United fylgdi Portúgalinn Costinha eftir aukaspyrnu og skoraði markið sem kom Porto í átta liða úrslitin. Mourinho fagnaði gífurlega og hljóp alla hliðarlínuna að lærisveinum sínum og fagnaði með þeim. Porto skellti svo Lyon í átta liða úrslitum og Deportivo La Coruna í undanúrslitum áður en liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 3-0 sigur á Monaco í úrslitaleiknum. „Við skoruðum á Old Trafford á síðustu mínútunni. Ef við hefðum ekki skorað hefðum við verið úr leik,“ sagði José Mourinho um fagnað fræga í viðtali við heimasíðu UEFA fyrr á þessari leiktíð en myndband af atvikinu má sjá hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United Portúgalinn spenntur fyrir nýju starfi á Old Trafford en hann segist alltaf hafa fundið fyrir tengslum við félagið. 27. maí 2016 09:15 Mourinho búinn að semja við United Er formlega genginn til liðs við Manchester United og hefur skrifað undir samning þess efnis. 27. maí 2016 08:35 Memphis: Þetta var ekki slæmt ár en heldur ekki gott ár Hollenska ungstirnið fær tækifæri til að sanna sig fyrir nýjum knattspyrnustjóra eftir dapra byrjun á Old Trafford. 27. maí 2016 12:00 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Mourinho: Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United Portúgalinn spenntur fyrir nýju starfi á Old Trafford en hann segist alltaf hafa fundið fyrir tengslum við félagið. 27. maí 2016 09:15
Mourinho búinn að semja við United Er formlega genginn til liðs við Manchester United og hefur skrifað undir samning þess efnis. 27. maí 2016 08:35
Memphis: Þetta var ekki slæmt ár en heldur ekki gott ár Hollenska ungstirnið fær tækifæri til að sanna sig fyrir nýjum knattspyrnustjóra eftir dapra byrjun á Old Trafford. 27. maí 2016 12:00