Enski boltinn

„Ég er sá sérstaki“ og fleiri frábær ummæli Mourinho | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho segir það sem hann hugsar.
José Mourinho segir það sem hann hugsar. vísir/getty
José Mourinho verður um alla ævi minnst fyrir ummælin sem hann lét falla þegar hann tók við Chelsea eftir að gera Porto að Evrópumeistara árið 2004.

Þá sagðist Portúgalinn vera sérstakur en hann hefur síðan þá verið kallður hinn sérstaki. Þetta var langt frá því að vera í eina skiptið sem Mourinho vakti stormandi lukku á blaðamannafundum með ótrúlegum ummælum en BBC er búið að taka nokkur af þeim bestu saman í skemmtilegt myndband.

Sjá einnig: Mourinho:Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United



Mourinho var í dag formlega kynntur til sögunnar sem knattspyrnustjóri Manchester United tólf árum eftir að hann mætti United fyrst sem þjálfari Porto og skellti enska liðinu eftirminnilega í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ummælin öll má sjá í spilaranum hér að neðan:

Mourinho þegar hann var ráðinn: „Vinsamlegast ekki kalla mig hrokafullan því ég er að segja satt. Ég tel mig vera einstakan.“

Mourinho um möguleikann að vera rekinn: „Ef félagið ákveður að reka mig er það hluti af leiknum. Ef það gerist verð ég milljónamæringur og fæ nýtt lið nokkrum mánuðum síðar.“

Mourinho um sérfræðinga í sjónvarpinu: „Það er mikið af sérfræðingum í sjónvarpi en enginn heldur með Chelsea. Carraher heldur með Liverpool, Lawrenson heldur með Liverpool, Phil Thompson heldur með Liverpool og Gary Neville með Man. United. Þegar ég hætti 75 ára verð ég sérfræðingur í sjónvarpi bara til þess að verja Chelsea.“

Mourinho um Wenger: „Hann er sérfræðingur í að tapa. Ekki ég.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×