Tekur þátt í ýmsum verkefnum á Cannes Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. maí 2016 09:00 Tinna Hrafnsdóttir leikkona fer til Cannes á morgun. Vísir/Stefán „Ég er að fara að taka þátt í ýmsum verkefnum á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Fyrsta stuttmyndin mín, Helga, verður á Short Film Corner, sölu- og kynningarmarkaði hátíðarinnar. Auk þess er ég ein af tuttugu og fimm ungum framleiðendum á Norðurlöndunum sem voru valdir í Young Nordisk Producers Club, vinnustofuna sem verður haldin samhliða hátíðinni, en nýlega stofnaði ég ásamt þremur öðrum konum framleiðslufyrirtækið Freyju Filmwork sem mun leggja áherslu á verk eftir og um konur,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson, halda út til Cannes á morgun, þar sem Tinna mun taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að Tinna var einnig valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann.Stuttmyndin Helga, eftir Tinnu Hrafnsdóttur.„Þetta er keppni á vegum Short tv, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Handrit Kaþarsis er eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur en Guðrún S. Gísladóttir mun fara með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um kvenprest á miðjum aldri sem er þjökuð af lífstíðarlangri þráhyggju sem hún fær útrás fyrir á fremur óhefðbundin hátt,“ segir Tinna glöð í bragði. Tinna ásamt þeim Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur stofnaði framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ehf. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla kvikmyndaverkefna þar sem konur gegna lykilhlutverkum. „Við erum fjórar konur úr ólíkum áttum sem ákváðum að taka höndum saman og stofna fyrirtæki til að halda utan um framleiðslu okkar eigin verkefna til að byrja með, en okkur langar til að skapa umhverfi sem getur aukið möguleika kvenna í kvikmyndagerð og framleiðslu,“ segir Tinna, þakklát fyrir skemmtilegt tækifæri og spennt fyrir komandi ævintýrum. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Ég er að fara að taka þátt í ýmsum verkefnum á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Fyrsta stuttmyndin mín, Helga, verður á Short Film Corner, sölu- og kynningarmarkaði hátíðarinnar. Auk þess er ég ein af tuttugu og fimm ungum framleiðendum á Norðurlöndunum sem voru valdir í Young Nordisk Producers Club, vinnustofuna sem verður haldin samhliða hátíðinni, en nýlega stofnaði ég ásamt þremur öðrum konum framleiðslufyrirtækið Freyju Filmwork sem mun leggja áherslu á verk eftir og um konur,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson, halda út til Cannes á morgun, þar sem Tinna mun taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að Tinna var einnig valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann.Stuttmyndin Helga, eftir Tinnu Hrafnsdóttur.„Þetta er keppni á vegum Short tv, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Handrit Kaþarsis er eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur en Guðrún S. Gísladóttir mun fara með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um kvenprest á miðjum aldri sem er þjökuð af lífstíðarlangri þráhyggju sem hún fær útrás fyrir á fremur óhefðbundin hátt,“ segir Tinna glöð í bragði. Tinna ásamt þeim Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur stofnaði framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ehf. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla kvikmyndaverkefna þar sem konur gegna lykilhlutverkum. „Við erum fjórar konur úr ólíkum áttum sem ákváðum að taka höndum saman og stofna fyrirtæki til að halda utan um framleiðslu okkar eigin verkefna til að byrja með, en okkur langar til að skapa umhverfi sem getur aukið möguleika kvenna í kvikmyndagerð og framleiðslu,“ segir Tinna, þakklát fyrir skemmtilegt tækifæri og spennt fyrir komandi ævintýrum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira