Bíó og sjónvarp

Jon Snow varð ástfanginn á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rose Leslie og Kit Harrington urðu ástfangin á Íslandi.
Rose Leslie og Kit Harrington urðu ástfangin á Íslandi. vísir

Kit Harington fer með eitt af aðalhlutverkinu í þáttunum Game of Thrones og leikur hann Jon Snow. Eins og flestir vita eru þættirnir þeir allra vinsælustu í heiminum og horfa milljónir manna á þá í hverri viku.Harington er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði ítalska Vogue og talar hann þar um heimsókn sína til Íslands en tökur í Game of Thrones hafa áður farið fram hér á landi. Hann segir að besta minning hans við vinnslu þáttanna sé frá Íslandi þegar verið var að taka upp aðra seríu.„Þessar þrjár vikur á Íslandi eru bestu minningar mínar úr þáttunum. Landið er ótrúlega fallegt og norðurljósin töfrum líkust. Þar varð ég einnig ástfanginn,“ segir Haringtonsem er í dag í sambandi með Rose Leslie sem lék á móti honum í þáttunum.Leslie fór með hlutverk Ygritte og var frægt ástatriði þeirra í þáttunum meðal annars tekið upp í helli í Grjótagjá.Hér að neðan má sjá innslag sem Ísland í dag gerði af tökustað Game of Thrones í nóvember 2011. Þar segja höfundar þáttanna og framleiðendur frá tökunum á Íslandi og sést Kit Harrington meðal annars bregða fyrir í fullum skrúða.

Hér fyrir neðan má síðan sjá hluta af ástaratriði þeirra Jon Snow og Ygritte sem tekið var upp í hellinum Grjótagjá í Mývatnssveit.


Tengdar fréttir

Framundan er söguleg barátta

Davíð Oddsson gefur kost á sér í embætti forseta. Andri Snær segir valmöguleikana skýra og fólk eigi kost á nýrri framtíðarsýn. Ólafur Ragnar svarar því ekki með vissu hvort hann verði í framboði í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.