Keep Frozen hlaut Einarinn Nanna Elísa Jakobsdóttr skrifar 16. maí 2016 12:04 Hér má sjá sigurvegarana ásamt tökumanninum Dennis Helm. „Keep Frozen“ eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar. Þetta kemur fram á Klapptré. Hulda og Helga hafa áður hlotið þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir myndina Kjötborg árið 2008. „Keep frozen“ fjallar um frystitogara. „Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.“ Með þessum hætti er myndinni lýst á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Skjaldborg er hátíð íslenskra heimildarmynda og var haldin í tíunda sinn í ár. Hún er haldin á Patreksfirði og fór fram dagana 13. – 16. maí. „Keep Frozen“ verður sýnd í Bíó Paradís frá og með morgundeginum í að minnsta kosti tvær vikur. „Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin á Skjaldborg 2016 valin af áhorfendum. Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.“ KEEP FROZEN Í Bío Paradís from Hulda Ros Gudnadottir on Vimeo. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skjaldborg tíunda árið í röð Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13. – 16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 22. febrúar 2016 17:30 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Keep Frozen“ eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar. Þetta kemur fram á Klapptré. Hulda og Helga hafa áður hlotið þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir myndina Kjötborg árið 2008. „Keep frozen“ fjallar um frystitogara. „Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.“ Með þessum hætti er myndinni lýst á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Skjaldborg er hátíð íslenskra heimildarmynda og var haldin í tíunda sinn í ár. Hún er haldin á Patreksfirði og fór fram dagana 13. – 16. maí. „Keep Frozen“ verður sýnd í Bíó Paradís frá og með morgundeginum í að minnsta kosti tvær vikur. „Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin á Skjaldborg 2016 valin af áhorfendum. Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.“ KEEP FROZEN Í Bío Paradís from Hulda Ros Gudnadottir on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skjaldborg tíunda árið í röð Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13. – 16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 22. febrúar 2016 17:30 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Skjaldborg tíunda árið í röð Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13. – 16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 22. febrúar 2016 17:30