Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2016 20:06 Það var vilji dönsku dómnefndarinnar að Dama Im fengi tólf stig en fyrir mistök fékk Jamala stigin tólf. vísir/epa/epa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva bauð upp á glænýtt stigakerfi í ár sem virtist rugla margan áhorfandann í ríminu. Það voru hins vegar ekki eingöngu áhorfendur sem áttuðu sig illa á kerfinu því danskur dómnefndarmaður misskildi það gjörsamlega. Hilda Heick skipaði eitt af fimm sætum dönsku dómnefndarinnar. Það féll í hennar hlut að raða lögunum 26 í þá röð á þann hátt að það lag sem henni þótti vera best átti að vera númer eitt, næstbest númer tvö og svo koll af kolli. Heick gerði hins vegar akkúrat öfugt. Þetta sést glöggt ef danska skorblaðið er skoðað. Heick fannst hin ástralska Dama Im standa sig best en var hins vegar þeirrar skoðunar að úkraínska lagið, sem endaði á því að sigra, væri næstverst. Hins vegar setti hún Ástralann í neðsta sæti, alveg óvart, og úkraínska lagið næst efst. Mistökin þýddu að úkraínska lagið hlaut tólf stig frá Dönum en hefði Heick raðað eins og hún ætlaði sér þá hefði Ástralía fengið tólf stig. „Hjartað mitt missti úr slag þegar ég áttaði mig á mistökunum. Þegar ég sá hvernig hinir meðlimirnir kusu þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ sagði Heick í samtali við vefmiðilinn BT. Hefði hún kosið líkt og hún ætlaði sér hefði það þýtt að aðeins mjórra hefði verið á mununum milli fyrsta og annars sætis en það hefði eigi dugað til að hífa Ástralíu upp í sigurinn. Eurovision Tengdar fréttir Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Úkraína vann Eurovision Jamala stóð uppi sem sigurvegari með 1944. 14. maí 2016 22:23 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva bauð upp á glænýtt stigakerfi í ár sem virtist rugla margan áhorfandann í ríminu. Það voru hins vegar ekki eingöngu áhorfendur sem áttuðu sig illa á kerfinu því danskur dómnefndarmaður misskildi það gjörsamlega. Hilda Heick skipaði eitt af fimm sætum dönsku dómnefndarinnar. Það féll í hennar hlut að raða lögunum 26 í þá röð á þann hátt að það lag sem henni þótti vera best átti að vera númer eitt, næstbest númer tvö og svo koll af kolli. Heick gerði hins vegar akkúrat öfugt. Þetta sést glöggt ef danska skorblaðið er skoðað. Heick fannst hin ástralska Dama Im standa sig best en var hins vegar þeirrar skoðunar að úkraínska lagið, sem endaði á því að sigra, væri næstverst. Hins vegar setti hún Ástralann í neðsta sæti, alveg óvart, og úkraínska lagið næst efst. Mistökin þýddu að úkraínska lagið hlaut tólf stig frá Dönum en hefði Heick raðað eins og hún ætlaði sér þá hefði Ástralía fengið tólf stig. „Hjartað mitt missti úr slag þegar ég áttaði mig á mistökunum. Þegar ég sá hvernig hinir meðlimirnir kusu þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst,“ sagði Heick í samtali við vefmiðilinn BT. Hefði hún kosið líkt og hún ætlaði sér hefði það þýtt að aðeins mjórra hefði verið á mununum milli fyrsta og annars sætis en það hefði eigi dugað til að hífa Ástralíu upp í sigurinn.
Eurovision Tengdar fréttir Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Úkraína vann Eurovision Jamala stóð uppi sem sigurvegari með 1944. 14. maí 2016 22:23 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46