Ný plata Radiohead kemur út um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 15:13 Mynd/Radiohead Ný plata Radiohead, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kemur út á sunnudaginn. Þetta kom fram á vefsíðu Radiohead fyrir stundu. Platan var í fylgd lagsins Daydreaming sem finna má á hinni væntanlegu plötu. Einnig var gefið út myndband við lagið í leikstjórn leikstjórans fræga Paul Thomas Anderson. Í vikunni gaf hljómsveitin út lagið Burn the Witch sem einnig verður á plötunni. Undanfarna daga hefur hljómsveitin undirbúið jarðveginn fyrir útgáfu plötunnar með ýmsum hætti en meðlimir hljómsveitarinnar eyddu meðal annars öllum færslum á Facebook og Twitter-síðu Radiohead.Radiohead/Paul Thomas Anderson "Daydreaming" https://t.co/azK7cIc47fOur album will be released digitally on May 8th pic.twitter.com/TIXCfUuldb— Radiohead (@radiohead) May 6, 2016 Radiohead hefur unnið að plötunni frá því á síðasta ári hið minnsta. Er þetta níunda breiðskífa hljómsveitarinnar en síðasta plata, The King of Limbs, kom út 2011. Radiohead mun svo leggja af stað í tónleikaferðalag um heiminn síðar í mánuðinum þar sem Ísland verður meðal áfangastaða en hljómsveitin er aðalnúmerið á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Laugardalnum 16. til 19. júní í sumar. Hlusta má á nýtt lag Radiohead, Daydreaming hér fyrir neðan, ásamt Burn the Witch. Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ný plata Radiohead, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kemur út á sunnudaginn. Þetta kom fram á vefsíðu Radiohead fyrir stundu. Platan var í fylgd lagsins Daydreaming sem finna má á hinni væntanlegu plötu. Einnig var gefið út myndband við lagið í leikstjórn leikstjórans fræga Paul Thomas Anderson. Í vikunni gaf hljómsveitin út lagið Burn the Witch sem einnig verður á plötunni. Undanfarna daga hefur hljómsveitin undirbúið jarðveginn fyrir útgáfu plötunnar með ýmsum hætti en meðlimir hljómsveitarinnar eyddu meðal annars öllum færslum á Facebook og Twitter-síðu Radiohead.Radiohead/Paul Thomas Anderson "Daydreaming" https://t.co/azK7cIc47fOur album will be released digitally on May 8th pic.twitter.com/TIXCfUuldb— Radiohead (@radiohead) May 6, 2016 Radiohead hefur unnið að plötunni frá því á síðasta ári hið minnsta. Er þetta níunda breiðskífa hljómsveitarinnar en síðasta plata, The King of Limbs, kom út 2011. Radiohead mun svo leggja af stað í tónleikaferðalag um heiminn síðar í mánuðinum þar sem Ísland verður meðal áfangastaða en hljómsveitin er aðalnúmerið á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram í Laugardalnum 16. til 19. júní í sumar. Hlusta má á nýtt lag Radiohead, Daydreaming hér fyrir neðan, ásamt Burn the Witch.
Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira