Enski boltinn

Vardy áfrýjar ekki en vonast til að sleppa við bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Claudio Ranieri huggar hér Jamie Vardy.
Claudio Ranieri huggar hér Jamie Vardy. Vísir/Getty
Jamie Vardy hefur ákveðið að andmæla ekki kæru enska knattspyrnusambandsins en vonast samt sem áður að sleppa við bann.

Vardy fékk að líta rauða spjaldið er Leicester gerði 2-2 jafntefli við West Ham um helgina. Síðari áminning hans í leiknum var fyrir leikaraskap en þeim dómi mótmælti hann harðlega.

Vardy var kærður af enska sambandinu fyrir hegðun sína gagnvart dómaranum Jon Moss og mun nú hitta aganefnd í næstu viku. Nú þegar er ljóst að hann verður í banni í leik Leicster gegn Swansea um helgina fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn West Ham.

Leicester er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Tottenham er í öðru sæti og hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu.


Tengdar fréttir

Búið að kæra Vardy

Líklegt að sóknarmaður Leicester missi af fleiri leikjum á lokaspretti titilbaráttunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×