Enski boltinn

Ulloa bjargaði stigi fyrir Leicester í rosalegum leik | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið

Vardy skoraði eitt og fékk svo að líta rauða spjaldið.
Vardy skoraði eitt og fékk svo að líta rauða spjaldið. vísir/getty
Það var lygileg dramatík á King Power leikvanginum þegar Leicester og West Ham skildu jöfn 2-2 í rosalegum leik í ensku úrvalsdeildinni.

Jamie Vardy kom Leicester yfir á átjándu mínútu eftir laglega skyndisókn og toppliðið leiddi í hálfleik 1-0.

Á 56. mínútu gerðist umdeilt atvik. Jamie Vardy féll þá í vítateig West Ham, en Jonathan Moss, slakur dómari leiksins, mat það þannig að Vardy hafi verið að dýfa sér.

Hann reif því upp gula spjaldið úr vasanum og þar með rauða þar sem Vardy hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum.

Á 84. mínútu gerðist svo annað umdeilt atvik. West Ham fékk þá vítaspyrnu, en atvikið má sjá hér neðar í fréttinni. Andry Carroll steig á punktinn og skoraði.

Tveimur mínútum síðar kom Aaron Cresswell Lundúnar-liðinu svo yfir og dramatíkin í hávegum höfð, en þessu var ekki öllu lokið.

Í uppbótartíma fékk Leicester mjög ódýra vítaspyrnu. Leonardo Ulloa steig á punktinn og honum brást ekki bogalistinn. Lokatölur 2-2.

Leicester er með átta stiga forskot eftir jafnteflið á toppi deildarinnar, en Tottenham getur minnkað muninn í fimm stig með sigri á Stoke á morgun.

West Ham er í sjötta sætinu með 56 stig, þremur stigum á eftir Man. Utd sem er í fimmta sætinu og tveimur á undan Southampton sem er í sjöunda sætinu.

Vardy kemur Leicester yfir: Vardy fær rautt: West Ham fær víti og Andy jafnar: Cresswell kemur West Ham yfir með frábæru marki: Ulloa jafnar á King Power:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×