Enski boltinn

Ranieri neitaði að tjá sig um dómarann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ranieri á hliðarlínunni í gær.
Ranieri á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Dómarinn Jon Moss stal senunni í leik Leicester og West Ham með ákvörðunum sem fengu flesta til þess að klóra sér í kollinum.

Á endanum varð niðurstaðan í leiknum 2-2 og Leicester City er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Tottenham getur minnkað það forskot niður í fimm stig í kvöld.

Sjá einnig: Ulloa bjargaði stigi fyrir Leicester í rosalegum leik | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið

Moss rak Jamie Vardy, framherja Leicester, af velli og sleppti augljósri vítaspyrnu sem Leicester átti að fá. Hann bætti upp fyrir það með því að dæma glórulausa vítaspyrnu á West Ham í lok uppbótartímans. Úr henni jafnaði Leicester leikinn.

„Ég dæmi leikmenn mína en ekki dómarann. Ef leikmenn spila ekki vel þá ræði ég við þá og við reynum að gera betur. Dómarinn kemur mér ekki við,“ sagði Claudio Ranieri, stjóri Leicester, en honum hefur samt örugglega dauðlangað að láta Moss heyra það.

„Brottvísunin á Vardy breytti leiknum. Það er alveg klárt. Ég get samt ekki annað en hrósað mínum drengjum sem gáfu allt í leikinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×