Enski boltinn

Kiddi Jak: Þetta var leikaraskapur hjá Vardy

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjörvar Hafliðason krufði dómgæsluna í leik Leicester og West Ham með fyrrum alþjóðadómaranum, Kristni Jakobssyni, í Messunni.

Dómgæslan var mikið á milli tannanna á fólki og enskir knattspyrnusérfræðingar urðuðu yfir Jon Moss dómara eftir leik.

Kristinn vill meina að fyrra gula spjaldið hans Jamie Vardy hafi ekki verið rétt. Kristni fannst þó seinna gula spjaldið á Vardy fyrir leikaraskap vera réttmætt.

„Þú sérð ekki fótboltamenn detta með þessum hætti. Hann stekkur fram og er að leita að snertingu,“ sagði Kristinn Jakobsson.

Kristinn segir að vítið sem West Ham fékk hafi verið tæpt en nýju fyrirmælin segi til um að dæma á svona brot.

Sjá má Kristin og Hjörvar renna yfir umdeildu atvikin hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×