Lokamynd Sólveigar Anspach keppir á Cannes Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. apríl 2016 14:43 Sólveig Anspach átti eina af vinsælustu mynd Frakka árið 2013. Vísir Síðasta mynd Sólveigu Anspach, sem lést eftir langa baráttu við krabbamein í fyrra, er á meðal mynda sem keppa í flokknum Director‘s forthnight á Cannes í maí. Sólveig kláraði tökur á myndinni, sem ber nafnið Sundáhrifin (L‘effet aquatigue), aðeins nokkrum mánuðum áður en hún lést í fyrra 54 ára að aldri. Sólveig náði einnig að klippa stóran hluta myndarinnar sjálf en samstarfsfólk hennar kláraði hana svo eftir tilmælum Sólveigar. Myndin, sem heitir The Together Project upp á enskuna, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni.Kvimyndin Sundáhrifin er lokamynd þríleyksins um Önnu skáld og son hennar.Vísir/ZikZakLokahluti þríleyks Myndin er lokahluti þríleiks sem hófst með myndinni Skrapp út sem kom út árið 2008 og skartaði Diddu Jónsdóttur skáldi í hlutverki Önnu dópsala í Reykjavík. Önnur mynd þríleiksins hét Queen of Mentreuil en í henni var Anna strandaglópur í Frakklandi ásamt syni sínum. Í þeirri mynd kynnast þau ungri ekkju, að nafni Agathe, í úthverfi Parísar. Í lokahlutanum kemur svo Agathe til Íslands, til þess að sitja alþjóðlega ráðstefnu sundkennara í Hörpu, og hittir hún aftur Önnu og son hennar í Reykjavík. Handrit myndarinnar skrifaði Sólveig sjálf í samstarfi við Jean-Luc Gaget. Sólveig átti þó nokkurri velgengni að fagna í Frakklandi, þar sem hún bjó og starfaði að mestu. Hún leikstýrði meðal annars og skrifaði gamanmyndina Lulu femme nue sem var ein tekjuhæsta mynd Frakka árið 2013 og var tilnefnd til Cesár verðlaunanna þarlendis fyrir handrit myndarinnar. Um 500 þúsund manns sáu myndina í bíó í Frakklandi í fyrra. Sólveig Anspach fæddist í Vestmannaeyjum árið 1960 og eftir hana liggja 14 bíómyndir og heimildamyndir. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Didda minnist Sólveigar Anspach: „Hún bauð ekki dauðanum í kaffi“ Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. 9. ágúst 2015 19:56 Sólveig Anspach látin Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. 8. ágúst 2015 20:43 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Síðasta mynd Sólveigu Anspach, sem lést eftir langa baráttu við krabbamein í fyrra, er á meðal mynda sem keppa í flokknum Director‘s forthnight á Cannes í maí. Sólveig kláraði tökur á myndinni, sem ber nafnið Sundáhrifin (L‘effet aquatigue), aðeins nokkrum mánuðum áður en hún lést í fyrra 54 ára að aldri. Sólveig náði einnig að klippa stóran hluta myndarinnar sjálf en samstarfsfólk hennar kláraði hana svo eftir tilmælum Sólveigar. Myndin, sem heitir The Together Project upp á enskuna, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni.Kvimyndin Sundáhrifin er lokamynd þríleyksins um Önnu skáld og son hennar.Vísir/ZikZakLokahluti þríleyks Myndin er lokahluti þríleiks sem hófst með myndinni Skrapp út sem kom út árið 2008 og skartaði Diddu Jónsdóttur skáldi í hlutverki Önnu dópsala í Reykjavík. Önnur mynd þríleiksins hét Queen of Mentreuil en í henni var Anna strandaglópur í Frakklandi ásamt syni sínum. Í þeirri mynd kynnast þau ungri ekkju, að nafni Agathe, í úthverfi Parísar. Í lokahlutanum kemur svo Agathe til Íslands, til þess að sitja alþjóðlega ráðstefnu sundkennara í Hörpu, og hittir hún aftur Önnu og son hennar í Reykjavík. Handrit myndarinnar skrifaði Sólveig sjálf í samstarfi við Jean-Luc Gaget. Sólveig átti þó nokkurri velgengni að fagna í Frakklandi, þar sem hún bjó og starfaði að mestu. Hún leikstýrði meðal annars og skrifaði gamanmyndina Lulu femme nue sem var ein tekjuhæsta mynd Frakka árið 2013 og var tilnefnd til Cesár verðlaunanna þarlendis fyrir handrit myndarinnar. Um 500 þúsund manns sáu myndina í bíó í Frakklandi í fyrra. Sólveig Anspach fæddist í Vestmannaeyjum árið 1960 og eftir hana liggja 14 bíómyndir og heimildamyndir.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Didda minnist Sólveigar Anspach: „Hún bauð ekki dauðanum í kaffi“ Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. 9. ágúst 2015 19:56 Sólveig Anspach látin Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. 8. ágúst 2015 20:43 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Didda minnist Sólveigar Anspach: „Hún bauð ekki dauðanum í kaffi“ Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. 9. ágúst 2015 19:56
Sólveig Anspach látin Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. 8. ágúst 2015 20:43