Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. apríl 2016 10:00 Lagið Panda með rapparanum Desiigner skaust óvænt á topp Billboard-listans núna á mánudaginn. Vísir/Getty Lagið Panda með rapparanum Desiigner skaust óvænt á topp Billboard-listans núna á mánudaginn. Þetta er óvenjulegt fyrir margar sakir; rapparinn er nær óþekktur og Panda er aðeins annað lagið hans. Laginu fylgir ekki myndband en samt er meirihluti hlustunar á YouTube, eða tveir þriðju heildarhlustunar. Þekkt nöfn úr rappheiminum, eins og Drake og Future, hefur enn ekki tekist að toppa listann – Drake náði öðru sæti með smellinum sínum Hotline Bling en hann náði ekki að slá út ofurhittarann hennar Adele, Hello. Vinsældir Panda má líklega rekja beint til nýbakaða Íslandsvinarins Kanye West, en í laginu Pt. II af nýjustu plötu hans, The Life of Pablo, var Panda notað nánast óbreytt og þar var Desiigner skráður sem gestur. Desiigner er þar með kominn í hóp listamanna sem hafa notið góðs af áhrifum Kanye West, en hann hefur t.d. aukið vinsældir tónlistarmannsins Travis Scott og rapparans Big Seans með svipuðum hætti. Panda er einnig fyrsta bandaríska lagið sem kemst á lista í 41 viku, en það er nýtt met. Á toppi listans hafa kanadískir listamenn trónað mest allan þennan tíma en Justin Bieber og The Weeknd hafa verið áberandi og lagið Work með barbadosku söngkonunni Rihönnu hefur verið á listanum í alls níu vikur. Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Lagið Panda með rapparanum Desiigner skaust óvænt á topp Billboard-listans núna á mánudaginn. Þetta er óvenjulegt fyrir margar sakir; rapparinn er nær óþekktur og Panda er aðeins annað lagið hans. Laginu fylgir ekki myndband en samt er meirihluti hlustunar á YouTube, eða tveir þriðju heildarhlustunar. Þekkt nöfn úr rappheiminum, eins og Drake og Future, hefur enn ekki tekist að toppa listann – Drake náði öðru sæti með smellinum sínum Hotline Bling en hann náði ekki að slá út ofurhittarann hennar Adele, Hello. Vinsældir Panda má líklega rekja beint til nýbakaða Íslandsvinarins Kanye West, en í laginu Pt. II af nýjustu plötu hans, The Life of Pablo, var Panda notað nánast óbreytt og þar var Desiigner skráður sem gestur. Desiigner er þar með kominn í hóp listamanna sem hafa notið góðs af áhrifum Kanye West, en hann hefur t.d. aukið vinsældir tónlistarmannsins Travis Scott og rapparans Big Seans með svipuðum hætti. Panda er einnig fyrsta bandaríska lagið sem kemst á lista í 41 viku, en það er nýtt met. Á toppi listans hafa kanadískir listamenn trónað mest allan þennan tíma en Justin Bieber og The Weeknd hafa verið áberandi og lagið Work með barbadosku söngkonunni Rihönnu hefur verið á listanum í alls níu vikur.
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira