Lífið

Kim Kardashian miður sín yfir íslensku hrossakjöti - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skelltu sér á Grillmarkaðinn.
Skelltu sér á Grillmarkaðinn.
Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West komu til Íslands í gærmorgun með flugi Icelandair frá New York. Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land.Það varð uppi fótur og fit þegar þau komu út af hótelinu þar sem fjöldi manns hafði safnast saman fyrir framan það en úr miðbæ Reykjavíkur héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi. Kimye og fylgdarlið þeirra greindu skilmerkilega frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum og mun Lífið fylgjast ítarlega með þeim á meðan gengið er hér á landi.Eftir langan og strembinn dag skellti gengið sér á Grillmarkaðinn í kvöldmat og héldu þau upp á afmæli Kourtney Kardashian. Liðið söng fallegan afmælissöng fyrir stúlkuna sem á afmæli í dag en hún er 37 ára í dag, 18. apríl.Kim Kardashian hefur verið nokkuð dugleg að greina frá ferðalaginu á Snapchat og birti meðal annars mynd af matseðlinum á Grillmarkaðnum í gær. Það sem fangaði athygli hennar var að í boði var hrossakjöt og birtu hún grátandi emoji kall með myndinni. Jonathan Cheban, fjölskylduvinur er með í för og hefur hann einnig verið duglegur að greina frá ferðinni á Snapchat.Hann tók eitt högg fyrir liðið og pantaði sér hrossalund á Grillmarkaðnum. Það var greinilegt að hann var nokkuð stressaður þegar hann bragðaði á réttinum, en hann varð heldur betur ekki fyrir vonbrigðum. Cheban talaði um að þetta væri einfaldlega eitthvað það besta sem hann hafði smakkað.Hér að neðan má myndband af atvikinu á Grillmarkaðnum í gærkvöldi og þegar liðið söng afmælissönginn fyrir Kourtney Kardashian.

Fjölmiðlar vestanhafs fylgjast vel með ferðalagi föruneytisins, enda er af nægu efni að taka á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem US Weekly setti saman um Íslandsförina.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.