Lífið

Kanye og Kim í hláturskasti yfir prumpulykt bílstjórans - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er gaman hjá þeim hjónum.
Það er gaman hjá þeim hjónum. vísir
Eins og alþjóð veit er stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West á landinu en þau lentu á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun og komu þau í vel Icelandair frá New York.Af flugvellinum fóru þau á 101 hótel en í eftirmiðdaginn héldu þau út á land. Dagurinn í gær var viðburðaríkur og héldu hjónin á Friðheima, skammt frá Selfossi, áður en þau fóru að skoða Gullfoss og Geysi.Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum má sjá gengið í hláturskasti yfir prumpulykt sem virðist ítrekað koma fram inni í bílnum þegar þau keyrðu um Suðurlandið. Þau voru handviss um að það væri bílstjóri jeppans sem væri alltaf að leysa vind en líklega er um að ræða hveralykt sem er í kringum Geysissvæðið.Kanye West og Kim Kardashian veltast um úr hlátri í bílnum og tala um að bílstjórinn hafi enn einu sinni rekið við. Myndbandið er nokkuð spaugilegt og má sjá hér að neðan.

'Driver keeps farting !!!!!' via Kim's Snapchat. April 17 in Iceland.

A video posted by TeamKanyeDaily (@teamkanyedaily) on

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.