James Morrison heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 James Morrison kemur fram á tónleikum í Hörpu ásamt hljómsveit í sumar. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn James Morrison heldur tónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu sunnudaginn 17. júlí næstkomandi. „Ég er alltaf að leita að skemmtilegum og góðum listamönnum og rakst á hann. Svo fór ég að endurnýja kynni mín við hann og ég verð að segja að hann er frábær tónlistarmaður. Hann er með alveg frábæra rödd, þessa rámu og sálarskotnu rödd og svo er hann líka að fá frábæra dóma fyrir bæði nýju plötuna sína og tónleikana sína. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og ég get lofað flottum tónleikum,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. James Morrison hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands undanfarin ár og hefur meðal annars unnið fern Brit-verðlaun. Hann hefur átt ótal lög í efstu sætum vinsældalista um heim allan síðustu ár. „Hann kemur með hljómsveit með sér, þetta eru átján manns sem eru að koma til landsins, þannig að þetta er alvöru dæmi,“ segir Guðbjartur spurður út í umfangið. James Morrison hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa notið gífurlegra vinsælda og hvarvetna fengið mikið lof gagnrýnenda en James gaf út sína fyrstu plötu árið 2006, þá aðeins 21 árs. „Þetta er frábær laga- og textahöfundur, tónlistin hans er svo innileg og ég held að hann sé að leggja allt í þetta. Ég held að það sé ekki mikið feik í þessu. Hann hefur lent í áföllum í gegnum tíðina og missti til dæmis pabba sinn þannig að ég held að tónlistin komi alveg beint frá hjartanu. Hann virðist vera svo heill í þessu,“ útskýrir Guðbjartur. Það má því vænta þess að flott stemning verði á tónleikunum í Eldborg í sumar þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið, ásamt frábærri hljómsveit sinni og tekur öll sín bestu lög. „Það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Guðbjartur, spurður út í hvort það verði upphitunaratriði á tónleikunum. Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 6. apríl á harpa.is, tix.is. Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn James Morrison heldur tónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu sunnudaginn 17. júlí næstkomandi. „Ég er alltaf að leita að skemmtilegum og góðum listamönnum og rakst á hann. Svo fór ég að endurnýja kynni mín við hann og ég verð að segja að hann er frábær tónlistarmaður. Hann er með alveg frábæra rödd, þessa rámu og sálarskotnu rödd og svo er hann líka að fá frábæra dóma fyrir bæði nýju plötuna sína og tónleikana sína. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og ég get lofað flottum tónleikum,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. James Morrison hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands undanfarin ár og hefur meðal annars unnið fern Brit-verðlaun. Hann hefur átt ótal lög í efstu sætum vinsældalista um heim allan síðustu ár. „Hann kemur með hljómsveit með sér, þetta eru átján manns sem eru að koma til landsins, þannig að þetta er alvöru dæmi,“ segir Guðbjartur spurður út í umfangið. James Morrison hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa notið gífurlegra vinsælda og hvarvetna fengið mikið lof gagnrýnenda en James gaf út sína fyrstu plötu árið 2006, þá aðeins 21 árs. „Þetta er frábær laga- og textahöfundur, tónlistin hans er svo innileg og ég held að hann sé að leggja allt í þetta. Ég held að það sé ekki mikið feik í þessu. Hann hefur lent í áföllum í gegnum tíðina og missti til dæmis pabba sinn þannig að ég held að tónlistin komi alveg beint frá hjartanu. Hann virðist vera svo heill í þessu,“ útskýrir Guðbjartur. Það má því vænta þess að flott stemning verði á tónleikunum í Eldborg í sumar þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið, ásamt frábærri hljómsveit sinni og tekur öll sín bestu lög. „Það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Guðbjartur, spurður út í hvort það verði upphitunaratriði á tónleikunum. Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 6. apríl á harpa.is, tix.is.
Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira