Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna: „Gríðarleg viðurkenning“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. apríl 2016 10:04 Magnús er í Cannes. vísir Í kvöld kemur í ljós hvort að Latibær hljóti hin eftirsóttu Emmy verðlaun (International Emmy of Television Arts and Sciences) sem besta barnasjónvarpsserían. Latibær var tilnefndur ásamt fjórum öðrum, fyrir fjórðu seríuna af Latabæ, sem var framleidd á Íslandi og er nú í sýningu í um hundrað löndum. Magnús Scheving er staddur i Cannes fyrir hönd Latabæjar. „Verðlaunin eru ein stærsta viðurkenning sem sjónvarpsefni getur fengið. Tilnefning er því gríðarleg viðurkenning fyrir allt það kvikmyndagerðafólk sem kom að gerð þáttanna,” segir Magnús. Latibær hefur áður hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi efni á alþjóðavettvangi m.a. Bafta og Emil verðlaun en þetta er í annað sinn sem Latibær er tilnefndur til Emmy verðlaunanna. Í fyrra skiptið var það til bandarísku Emmy en í dag er hann tilnefndur til alþjóðlegu Emmy verðlaunanna. Í flokknum sem Latibær er tilnefndur í eru þættirnir Bing, O Zoo da Zu og Shimajiro WOW! einnig tilnefndir. Hér má sjá stiklur úr þeim öllum.NOMINEE – KIDS: PRESCHOOLLazyTown Cartoonito / Turner Broadcasting Systems EuropeIcelandWatch the trailer here:...Posted by International Emmy Awards on Wednesday, 30 March 2016 Emmy Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Í kvöld kemur í ljós hvort að Latibær hljóti hin eftirsóttu Emmy verðlaun (International Emmy of Television Arts and Sciences) sem besta barnasjónvarpsserían. Latibær var tilnefndur ásamt fjórum öðrum, fyrir fjórðu seríuna af Latabæ, sem var framleidd á Íslandi og er nú í sýningu í um hundrað löndum. Magnús Scheving er staddur i Cannes fyrir hönd Latabæjar. „Verðlaunin eru ein stærsta viðurkenning sem sjónvarpsefni getur fengið. Tilnefning er því gríðarleg viðurkenning fyrir allt það kvikmyndagerðafólk sem kom að gerð þáttanna,” segir Magnús. Latibær hefur áður hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi efni á alþjóðavettvangi m.a. Bafta og Emil verðlaun en þetta er í annað sinn sem Latibær er tilnefndur til Emmy verðlaunanna. Í fyrra skiptið var það til bandarísku Emmy en í dag er hann tilnefndur til alþjóðlegu Emmy verðlaunanna. Í flokknum sem Latibær er tilnefndur í eru þættirnir Bing, O Zoo da Zu og Shimajiro WOW! einnig tilnefndir. Hér má sjá stiklur úr þeim öllum.NOMINEE – KIDS: PRESCHOOLLazyTown Cartoonito / Turner Broadcasting Systems EuropeIcelandWatch the trailer here:...Posted by International Emmy Awards on Wednesday, 30 March 2016
Emmy Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira