„Framar okkar björtustu vonum” Birta Björnsdóttir skrifar 11. mars 2016 19:45 Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, en eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á lögum hljómsveitarinnar Abba. Og eftirspurnin virðist vera þónokkur því þó ekki sé búið að frumsýna er þegar búið er að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn. Það þýðir að rúmlega 10% landsmanna hyggjast sjá Mamma mia. „Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," segir leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er í eðli sínu svolítið hallærisleg hugmynd að skrifa sögu í kringum fræg lög og hefði getað orðið algjör hryllingur. En það var eitthvað sem gekk þarna upp þegar framleiðendurnir hittust fyrst fyrir tuttugu árum síðan." Söngleikurinn Mamma mia hefur verið sýndur um allan heim undanfarin átján ár, en nú í fyrsta skipti fékk leikstjórinn frjálsari hendur við uppsetningu verksins. „Það er svolítið merkilegt en einhverra hluta vegna fáum við fyrst allra landa á heimsvísu frjálsar hendur við að skapa okkar eigin sýningu. Ástæðan getur mögulega verið sú að sýningin hefur verið lengi í gangi og er orðin svolítið úr sér gengin. Hin ástæðan er svo líklega sú staðreynd hvað við erum fámenn þjóð," segir Unnur. Auk þess að hafa dregið að sér áhorfendur um heim allan á leiksviði og verið undirstaðan í vinsælli bíómynd er tónlist Abba alltaf jafn vinsæl. „Í fyrsta lagi eru þetta geysilega vel samin popplög sem höfða til allra aldurshópa. En svo er til staðar líka talsverður tregi og sársauki í mörgum laganna sem höfðar mikið til mín og gerir lögin að miklu meira en einhverju blöðrupoppi," segir Unnur Ösp. Það er bara einhver strengur sem blessaðir Svíarnir náðu að snerta þarna í hjörtum fólks. Þessi sívinsælu lög Abba hljóma nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárn. „Það eru ýmis vandamál sem fyglja því þegar um er að ræða texta sem allir þekkja, þá er erfiaðara að svindla. Svo verður líka passa að í textunum sé ekkert sem hljómar hjákátlegt eða fíflalegt," segir Þórarinn. Hann þvertekur fyrir að hafa verið aðdáandi Abba þegar hann tók verkefnið að sér. „Nei alls ekki, og allra síst hér á árum áður. En ég fór að gera mér grein fyrir því fyrir mörgun árum að þeir Björn og Benny eru snillingar á sínu sviði," segir Þórarinn. Og það er ekki hægt að sleppa Þórarni án þess að fá að heyra Abba hljómar á íslensku. Upplestur hans á íslenskri þýðingu lagsins The Winner Takes It All má sjá á meðfylgjandi myndskeiði. Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld, en eins og nafnið gefur til kynna er söngleikurinn byggður á lögum hljómsveitarinnar Abba. Og eftirspurnin virðist vera þónokkur því þó ekki sé búið að frumsýna er þegar búið er að selja hátt í 36 þúsund miða á söngleikinn. Það þýðir að rúmlega 10% landsmanna hyggjast sjá Mamma mia. „Jesús minn, við höfðum nú svo sem við því að fólk hefði áhuga á tónlist Abba en þetta er framar okkar björtustu vonum," segir leikstjóri sýningarinnar, Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Þetta er í eðli sínu svolítið hallærisleg hugmynd að skrifa sögu í kringum fræg lög og hefði getað orðið algjör hryllingur. En það var eitthvað sem gekk þarna upp þegar framleiðendurnir hittust fyrst fyrir tuttugu árum síðan." Söngleikurinn Mamma mia hefur verið sýndur um allan heim undanfarin átján ár, en nú í fyrsta skipti fékk leikstjórinn frjálsari hendur við uppsetningu verksins. „Það er svolítið merkilegt en einhverra hluta vegna fáum við fyrst allra landa á heimsvísu frjálsar hendur við að skapa okkar eigin sýningu. Ástæðan getur mögulega verið sú að sýningin hefur verið lengi í gangi og er orðin svolítið úr sér gengin. Hin ástæðan er svo líklega sú staðreynd hvað við erum fámenn þjóð," segir Unnur. Auk þess að hafa dregið að sér áhorfendur um heim allan á leiksviði og verið undirstaðan í vinsælli bíómynd er tónlist Abba alltaf jafn vinsæl. „Í fyrsta lagi eru þetta geysilega vel samin popplög sem höfða til allra aldurshópa. En svo er til staðar líka talsverður tregi og sársauki í mörgum laganna sem höfðar mikið til mín og gerir lögin að miklu meira en einhverju blöðrupoppi," segir Unnur Ösp. Það er bara einhver strengur sem blessaðir Svíarnir náðu að snerta þarna í hjörtum fólks. Þessi sívinsælu lög Abba hljóma nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Þórarins Eldjárn. „Það eru ýmis vandamál sem fyglja því þegar um er að ræða texta sem allir þekkja, þá er erfiaðara að svindla. Svo verður líka passa að í textunum sé ekkert sem hljómar hjákátlegt eða fíflalegt," segir Þórarinn. Hann þvertekur fyrir að hafa verið aðdáandi Abba þegar hann tók verkefnið að sér. „Nei alls ekki, og allra síst hér á árum áður. En ég fór að gera mér grein fyrir því fyrir mörgun árum að þeir Björn og Benny eru snillingar á sínu sviði," segir Þórarinn. Og það er ekki hægt að sleppa Þórarni án þess að fá að heyra Abba hljómar á íslensku. Upplestur hans á íslenskri þýðingu lagsins The Winner Takes It All má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.
Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira