Fótbolti

Buffon þrem mínútum frá metinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Buffon er engum líkur.
Buffon er engum líkur. vísir/getty
Gianlugi Buffon hélt hreinu tíunda leikinn í röð í ítölsku deildinni í kvöld og er alveg við það að bæta glæsilegt met.

Í kvöld komst hann yfir goðsögnina Dino Zoff sem hélt hreinu í 903 mínútur leiktíðina 1972-73. Giuseppe Rossi, fyrrum markvörður AC Milan, á metið sem er 929 mínútur.

Buffon er búinn að halda hreinu í 926 mínútur núna og haldi hann hreinu fyrstu fjórar mínúturnar í næsta leik er hann búinn að slá metið glæsilega. Þessi tími sem hann hefur haldið hreinu dugar til þess að horfa á allar sjö Star Wars-myndinar.

Leikur Juve og Sassuolo í kvöld fór 1-0 fyrir Juve. Paulo Dybala skoraði eina mark leiksinsá 36. mínútu en þetta var fimmti sigur Juve í röð í deildinni.

Juventus er með sex stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×