Sport

Gunnar Nelson í viðtali í Ástralíu á dögunum | Hlustið á viðtalið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Vísir/Getty
Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn eftir 54 daga mætir þá Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í Holland. Hluti af undirbúningi hans fyrir bardagann er að hjálpa til að auglýsa hann í fjölmiðlum.

Íslenski bardagamaðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í UFC undanfarin ár og hróður hans hefur borist út um allan heim.

Gunnar Nelson var fenginn í útvarpsviðtal hjá The Submission Radio í Ástralíu á dögunum. Gunnar talaði þá um bardagann við Albert Tumenov, tapið á móti Demian Maia og að sjálfsögðu vin sinn Conor McGregor.   

Viðtalið við Gunnar hefst eftir 30 mínútur og 7 sekúndur í þættinum en það er hægt að hlusta á það allt í spilaranum í gær.

Viðtalið hófst á því að Gunnar var spurður út í íslenska veðrið en svo barst talið af bardaga Conor McGregor og Nate Diaz sem Conor tapaði mjög óvænt.

 

„Mér fannst Conor vera að vinna bardagann en svo kláraði hann sig á öllum þessum höggum. Hann var að berjast við stærri mann og hefði kannski átt að nota hraðann örlítið meira í stað þess að treysta á kraftinn og reyna öll þessi högg,“ segir Gunnar Nelson um bardaga McGregor og Diaz á UFC 196.

Gunnar er á því að Conor McGregor hafi gert taktísk mistök í bardaganum en ekki teknísk mistök og það hafi kostað Írann sigurinn.

Gunnar Nelson talar einnig um tapið sitt í desember, komandi bardaga í maí og þá talaði hann einnig um Hafþór Júlíus Björnsson sem er betur þekktur sem „The Mountain" úti í hinum stóra heimi.

Gunnar var einnig fenginn til að segja sitt álit á því hvort að The Mighty Ducks 2 kvikmyndin gefi upp ranga ímynd af Íslandi en allir slæmu strákarnir komu þá frá Íslandi.

Viðtalið við Gunnar tekur um 24 mínútur og þar er því rætt um ýmislegt.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×