Innlent

Heyrðu hvellinn úr fuglafælunni sem olli útkalli sérsveitarinnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum var með mikið viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá skreiðarhjöllum. Í ljós kom að um var að ræða hvellbyssur, sem settar höfðu verið upp við hjallana í því skyni að fæla burtu vargfugl.

Lögreglan óskaði eftir aðstoð frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem var stödd á æfingasvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.

Upphaf málsins má rekja til þess að lögreglumenn að störfum á Garðvegi, skammt frá Garði, vegna mannlausrar bifreiðar sem var illa staðsett í vegarkanti þegar þeir urðu varir við skothvelli sem komu frá fiskihjöllunum þar skammt frá.

Um er að ræða gasbyssu sem Nesfiskur hefur notað sem fuglafælu í áratugi. Verkstjóri á Nesfiski sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að fyrirtækið muni vafalaust endurskoða verkferla varðandi notkun á henni í kjölfar þessa atviks.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hægt er að heyra hljóðið sem gasbyssan gefur frá sér í spilaranum hér fyrir ofan. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×