Nesfiskur ætlar að breyta verklagi vegna gasbyssunnar: "Við erum búin að nota þetta í fjölda ára til að fæla frá fugla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2016 13:28 Fyrirtækið Nesfiskur hyggst breyta verkferlum sínum í kjölfar mikils viðbúnaðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að skothvellir heyrðust frá fiskhjöllum Nesfisks í Garði. Grunur lék á um tíma að byssumaður gengi laus en síðar kom í ljós að um var að ræða hvelli frá gasbyssum sem notaðar höfðu verið til að fæla frá vargfugl. Guðlaugur Kristófersson, verkstjóri hjá Nesfiski, segir að sér hafi verið nokkuð brugðið þegar hann mætti til vinnu í morgun.Guðlaugur segir skiljanlegt að hvellurinn sem kom frá gasbyssunni hafi misskilist sem alvöru byssa. Vísir/Vilhelm„Þegar ég kem þarna þá er ég að koma úr Reykjavík og var þá búinn að fá símtal um það að gasbyssan hjá okkur hefði verið að valda einhverju ónæði. Þegar ég kem þá er sérsveitin að ganga frá og pakka saman og ég gef mig þarna fram við lögreglu og segi þeim hvers kyns er með þessa byssu okkar." Hann segist aðspurður fyrirtækið hafa notað þessa aðferð í áratugi. „Við erum búin að nota þetta í fjölda ára til að fæla frá fugla. Það gefur frá sér hvell svipað og byssuhvellur til þess að fæla frá fuglana og vel skiljanlegt að það geti misskilist sem alvöru byssa,“ segir Guðlaugur sem kannaðist ekki að kvartanir hefðu áður borist vegna þessa fyrirkomulags. Guðlaugur segir næstu skref að ræða við lögregluna og hvort fyrirtækið þurfi að láta hana vita áður en gasbyssan er notuð. „Ég á eftir að ræða við lögregluna um þetta. Við munum líklega breyta hjá okkur verkferlum varðandi það hvort við þurfum að tilkynna það og annað slíkt.“ Tengdar fréttir Lögregluaðgerð lokið í Garði: Hvellir heyrðust þegar verið var að fæla fugla frá skreiðarhjöllum Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. 15. mars 2016 09:52 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Fyrirtækið Nesfiskur hyggst breyta verkferlum sínum í kjölfar mikils viðbúnaðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að skothvellir heyrðust frá fiskhjöllum Nesfisks í Garði. Grunur lék á um tíma að byssumaður gengi laus en síðar kom í ljós að um var að ræða hvelli frá gasbyssum sem notaðar höfðu verið til að fæla frá vargfugl. Guðlaugur Kristófersson, verkstjóri hjá Nesfiski, segir að sér hafi verið nokkuð brugðið þegar hann mætti til vinnu í morgun.Guðlaugur segir skiljanlegt að hvellurinn sem kom frá gasbyssunni hafi misskilist sem alvöru byssa. Vísir/Vilhelm„Þegar ég kem þarna þá er ég að koma úr Reykjavík og var þá búinn að fá símtal um það að gasbyssan hjá okkur hefði verið að valda einhverju ónæði. Þegar ég kem þá er sérsveitin að ganga frá og pakka saman og ég gef mig þarna fram við lögreglu og segi þeim hvers kyns er með þessa byssu okkar." Hann segist aðspurður fyrirtækið hafa notað þessa aðferð í áratugi. „Við erum búin að nota þetta í fjölda ára til að fæla frá fugla. Það gefur frá sér hvell svipað og byssuhvellur til þess að fæla frá fuglana og vel skiljanlegt að það geti misskilist sem alvöru byssa,“ segir Guðlaugur sem kannaðist ekki að kvartanir hefðu áður borist vegna þessa fyrirkomulags. Guðlaugur segir næstu skref að ræða við lögregluna og hvort fyrirtækið þurfi að láta hana vita áður en gasbyssan er notuð. „Ég á eftir að ræða við lögregluna um þetta. Við munum líklega breyta hjá okkur verkferlum varðandi það hvort við þurfum að tilkynna það og annað slíkt.“
Tengdar fréttir Lögregluaðgerð lokið í Garði: Hvellir heyrðust þegar verið var að fæla fugla frá skreiðarhjöllum Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. 15. mars 2016 09:52 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Lögregluaðgerð lokið í Garði: Hvellir heyrðust þegar verið var að fæla fugla frá skreiðarhjöllum Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. 15. mars 2016 09:52