Lögregluaðgerð lokið í Garði: Hvellir heyrðust þegar verið var að fæla fugla frá skreiðarhjöllum Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2016 09:52 Fuglafælan við skreiðarhjallinn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum var með mikið viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá fiskihjöllum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru lögreglumenn að störfum á Garðvegi, skammt frá Garði, vegna mannlausrar bifreiðar sem var illa staðsett í vegarkanti. Lögreglumenn urðu þá varir við skothvelli sem virtust koma frá fiskihjöllum þar skammt frá. Lögreglan segir sérsveit ríkislögreglustjóra hafa verið stadda á æfingarsvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og var óskað eftir aðkomu hennar að málinu. Í ljós kom að um var að ræða hvellbyssur, sem settar höfðu verið upp við fiskihjalla í því skyni að fæla burtu vargfugl.Uppfært 11:35: Lögregla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins: „Lögreglumenn voru í morgun að störfum á Garðvegi, skammt frá Garði, vegna mannlausrar bifreiðar sem var illa staðsett í vegarkanti. Lögreglumenn urðu þá varir við skothvelli sem virtust koma frá fiskihjöllum þar skammt frá.Sérsveit ríkislögreglustjóra var stödd á æfingarsvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og var óskað eftir aðkomu hennar. Í ljós kom að um var að ræða hvellbyssur, sem settar höfðu verið upp við fiskihjallana, í því skyni að fæla burtu vargfugl. Lokanir lögreglu á Garðvegi stóðu yfir í um eina klukkustund.“ Uppfært 11.05:Vísir sagði frá því að útgöngubanni hefði verið lýst yfir í leikskólanum og grunnskólanum í Garði. Samkvæmt upplýsingum frá leikskólanum var ákveðið að hleypa börnunum ekki út þegar fregnir bárust af málinu. Jóhann Geirdal, skólastjóri grunnskólans í Garði, segir að ákveðið hafi verið innan skólans að hleypa nemendum ekki út þegar fregnir bárust af málinu en útgöngubanni hafi aldrei verið lýst yfir.Uppfært 11.01:Eftir því sem Vísir kemst næst var verið að skjóta af gasbyssum við fiskihjalla í Garði. Eru þær notaðar til að hræða fugla frá skreið sem þar er verið að þurrka. Uppfært 10:54:Samkvæmt heimildum er lögregluaðgerðinni lokið og von á tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum innan skamms. Uppfært 10:49:Búið er að opna Garðskagaveg frá Helguvík að Garði. Útgöngubann er í leikskólanum og grunnskólanum Garði vegna þess að byssumaður er talinn ganga laus á svæðinu en hann á að hafa sést við golfskálann í Leiru við Hólmsvöll.Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir skothvelli hafa heyrst nærri Garði. Fréttin verður uppfærð eftir því sem málinu framvindur. Bíll sérsveitar ríkislögreglustjóra við golfskálann í Leiru við Hólmsvöll. Vísir/VilhelmVísir/Vilhelm Tengdar fréttir Heyrðu hvellinn úr fuglafælunni sem olli útkalli sérsveitarinnar Lögreglan á Suðurnesjum var með mikinn viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá skreiðarhjöllum. 15. mars 2016 17:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum var með mikið viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá fiskihjöllum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru lögreglumenn að störfum á Garðvegi, skammt frá Garði, vegna mannlausrar bifreiðar sem var illa staðsett í vegarkanti. Lögreglumenn urðu þá varir við skothvelli sem virtust koma frá fiskihjöllum þar skammt frá. Lögreglan segir sérsveit ríkislögreglustjóra hafa verið stadda á æfingarsvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og var óskað eftir aðkomu hennar að málinu. Í ljós kom að um var að ræða hvellbyssur, sem settar höfðu verið upp við fiskihjalla í því skyni að fæla burtu vargfugl.Uppfært 11:35: Lögregla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins: „Lögreglumenn voru í morgun að störfum á Garðvegi, skammt frá Garði, vegna mannlausrar bifreiðar sem var illa staðsett í vegarkanti. Lögreglumenn urðu þá varir við skothvelli sem virtust koma frá fiskihjöllum þar skammt frá.Sérsveit ríkislögreglustjóra var stödd á æfingarsvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og var óskað eftir aðkomu hennar. Í ljós kom að um var að ræða hvellbyssur, sem settar höfðu verið upp við fiskihjallana, í því skyni að fæla burtu vargfugl. Lokanir lögreglu á Garðvegi stóðu yfir í um eina klukkustund.“ Uppfært 11.05:Vísir sagði frá því að útgöngubanni hefði verið lýst yfir í leikskólanum og grunnskólanum í Garði. Samkvæmt upplýsingum frá leikskólanum var ákveðið að hleypa börnunum ekki út þegar fregnir bárust af málinu. Jóhann Geirdal, skólastjóri grunnskólans í Garði, segir að ákveðið hafi verið innan skólans að hleypa nemendum ekki út þegar fregnir bárust af málinu en útgöngubanni hafi aldrei verið lýst yfir.Uppfært 11.01:Eftir því sem Vísir kemst næst var verið að skjóta af gasbyssum við fiskihjalla í Garði. Eru þær notaðar til að hræða fugla frá skreið sem þar er verið að þurrka. Uppfært 10:54:Samkvæmt heimildum er lögregluaðgerðinni lokið og von á tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum innan skamms. Uppfært 10:49:Búið er að opna Garðskagaveg frá Helguvík að Garði. Útgöngubann er í leikskólanum og grunnskólanum Garði vegna þess að byssumaður er talinn ganga laus á svæðinu en hann á að hafa sést við golfskálann í Leiru við Hólmsvöll.Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir skothvelli hafa heyrst nærri Garði. Fréttin verður uppfærð eftir því sem málinu framvindur. Bíll sérsveitar ríkislögreglustjóra við golfskálann í Leiru við Hólmsvöll. Vísir/VilhelmVísir/Vilhelm
Tengdar fréttir Heyrðu hvellinn úr fuglafælunni sem olli útkalli sérsveitarinnar Lögreglan á Suðurnesjum var með mikinn viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá skreiðarhjöllum. 15. mars 2016 17:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Heyrðu hvellinn úr fuglafælunni sem olli útkalli sérsveitarinnar Lögreglan á Suðurnesjum var með mikinn viðbúnað á Garðvegi fyrr í dag vegna skothvella sem heyrðust frá skreiðarhjöllum. 15. mars 2016 17:00